Félagsdeild

Félagsdeild Lögmannafélags Íslands var stofnuð 1. janúar 1999. Félagsdeildin er þjónustudeild fyrir lögmenn og lögfræðinga og gegnir mikilvægu hlutverki í starfsemi Lögmannafélags Íslands.

Fræðslumál Félagsdeild vinnur með fræðslunefnd að skipulagningu námskeiða og sér um þau. Félagar í félagsdeild fá 30% afslátt af námskeiðum og því er aðild fljót að greiða sig upp þegar námskeið eru sótt. 

Bókasafn Félagsdeild sér um innkaup á bókum og tímaritum fyrir bókasafn félagsins í samráði við bókasafnsnefnd. 

Námsferðir Félagsdeild fer í námferðir annað hvert ár. Ferðirnar eru að meðaltali 5-7 daga langar og gegna þeim tilgangi að lögmenn fái að kynnast réttarkerfi annarra landa með heimsóknum til dómstóla, lögmannsstofa og áhugaverðra stofnanna. Meðal annars hefur verið farið til Sarajevo, Aþenu, Istanbul, New York, Tallinn, Winnipeg og Namibíu (2018).

Íþróttir Félagsdeildin stendur fyrir fótboltamótum, golfmótum, skákmótum, fjallgöngum og fleiru skemmtilegu. 

Ráðstefnur Félagsdeildin skipuleggur Lagadaginn ár hvert í samráði við Lögfræðingafélag Íslands og Dómarafélag Íslands.

Lögmannalistinn Félagar í félagsdeild fá 25% afslátt af skráningu á listanum, greiða aðeins kr. 1600,- fyrir hvern flokk í stað kr. 2000,-

Undirfélög Félag kvenna í lögmennsku er innan félagsdeildar LMFÍ.