Beint á leiđarkerfi vefsins

Námskeiđ

Réttindi flugfarţega - 17. október 2017

Fjallað verður um réttindi flugfarþega vegna seinkunar eða niðurfellingar flugs með hliðsjón af ákvæðum loftferðalaga og innleiddra reglna. Farið verður m.a. yfir nýlega dóma og ákvarðanir sem varða viðfangsefnið.

Kaup og sala fyrirtćkja - 24. október 2017

Farið verður yfir aðdraganda og undirbúning við kaup og sölu fyrirtækja. Hver er nýting áreiðanleikakönnunar, forsendur, réttindi og skyldur kaupanda eða seljanda. Einnig verður fjallað um yfirtöku á skuldbindingum, skjalagerð og fleira.

Réttarumhverfi innkaupa sveitarfélaga - 26. október 2017

eftir gildistöku nýrra laga um opinber innkaup nr. 120/2016

 

Fjallað verður um breytingar á lögum nr. 120/2016 en með þeim urðu fleiri samningar sem sveitarfélög gera útboðsskyldir sem og samningar sem heyra undir eftirlitsheimildir kærunefndar útboðsmála. Af því leiðir að mögulegt verður að stöðva samningsgerð sveitarfélaga í mun fleiri tilfellum en hingað til. Aðrar breytingar sem fjallað verður um á námskeiðinu varða m.a. auglýsingaskyldu sveitarfélaga, útboðsskyldu innanlands, tvö ný innkaupaferli, skyldu til rafrænnar birtingar gagna og móttöku tilboða, styttingu fresta, mat gæða með mati á tilboðum,  sjálfbær innkaup og sérstakar málsmeðferðarreglur um þjónustusamninga sveitarfélaga á sviði velferðar-, menningar- og menntamála.

Form og efni kröfugerđar í dómsmálum - 31. október 2017

Fjallað verður um helstu reglur sem lúta að formi og efni kröfugerðar í dómsmálum. Sérstaklega verður fjallað um hvaða vandamál koma upp við samningu kröfugerðar, hvaða atriði ber að varast og hvaða annmarkar verða til þess að málum er vísað frá.

Ný persónuverndarlöggjöf - 2. nóvember 2017

Farið verður yfir þær miklu breytingar fram framundan eru á persónuverndarlöggjöf á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2016/679, en löggjöfin mun taka gildi í Evrópu í maí 2018. Á námskeiðinu verður farið yfir hvað þessar breytingar hafa í för með sér fyrir fyrirtæki og stofnanir sem eru að vinna með persónuupplýsingar og hvernig innanhússlögfræðingar og lögmenn geta aðstoðað í undirbúningi fyrir þetta nýja regluverk. Einnig verður fjallað um hvernig lögmenn og lögmannsstofur þurfa að bregðast við þessum auknum skyldum sem jafnframt eiga við um vinnslu lögmanna á persónuupplýsingum um umbjóðendur og gagnaðila þeirra.

Međferđ mála fyrir Landsrétti - 6. eđa 7. desember 2017

Fjallað verður um lög og reglur við meðferð mála fyrir hinum nýja Landsrétti. Sérstaklega verður fjallað um þau réttarfarsákvæði sem eru frábrugðin ákvæðum sem gilt hafa um meðferð mála fyrir Hæstarétti. Fjallað verður um kærur og áfrýjun til Landsréttar, styttingu áfrýjunarfrests í einkamálum og beina áfrýjun á héraðsdómum til Hæstaréttar. Jafnframt verður fjallað um munnlega sönnunarfærslu fyrir Landsrétti, hvernig standa á að því að óska eftir munnlegri sönnunarfærslu og spilun á upptökum úr héraði, undirbúningsþinghöld fyrir aðalmeðferð og ákvarðanir réttarins um munnlega sönnunarfærslu. Þá verður fjallað um sérfróða meðdómendur. Loks verður fjallað um málskot á dómsúrlausnum Landsréttar til Hæstaréttar og um lagaskil.

 

Athugið að námskeiðið verður haldið tvisvar og þurfa þátttakendur að skrá sig á annan hvorn daginn. Ef aðsókn verður mikil verður svo fleiri námskeiðum bætt við viku síðar.  

Fjárskiptareglur hjúskaparlaga - 12. desember 2017

Farið verður yfir  fjárskiptareglur við skilnað, fjárskiptasamninga hjóna og helstu atriði er varða opinber skipti til fjárslita milli hjóna.

Stjórnborđ

Stćkka leturMinnka leturHamur fyrir sjónskerta og lesblindaSenda ţessa síđuPrenta ţessa síđuVeftré

 

Viđburđir

 «Ágúst 2017» 
sunmánţrimiđfimföslau
  12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

Alţingi
Umbođsmađur Alţingis
Stjórnarráđ
Stjórnartíđindi / Lögbirtingablađ


Lögmannalistinn

Finna lögmann:

- eftir stađsetningu:
- eftir tungumáli:
- eftir landshluta:
Smelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđi

Lögmannablađiđ