Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

17.1.2018

Starfsumhverfi lögmanna og áhrif fjölskylduábyrgđar - skýrsla

Út er komin skýrsla starfshóps um starfsumhverfi lögmanna og áhrif fjölskylduábyrgðar á störf þeirra. Hér má nálgast skýrsluna: Starfsumhverfi lögmanna - áhrif fjölskylduábyrgðar skýrsla

16.1.2018

hdl. námskeiđ á vorönn

Stefnt er að því að kennsla á fyrri hluta fari fram dagana 19. febrúar til 2. mars með próf á tímabilinu 10. til 23. mars nk. Stefnt að því að síðari hlutin fari fram dagana 3. til 13. apríl með próf í vikunni 16. til 20. apríl.

Nánari upplýsingar verða augýstar síðar og skráning mun þá jafnframt hefjast

4.9.2017

NÁMSKEIĐ TIL UNDIRBÚNINGS PRÓFI TIL AĐ ÖĐLAST RÉTTINDI TIL AĐ VERA HÉRAĐSDÓMSLÖGMAĐUR

Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið haustið 2017. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Kennslugreinar í fyrri hluta eru: Einkamálaréttarfar, sakamálaréttarfar, fullnustu­réttarfar, samning lögfræðilegrar álitsgerðar og lögfræðileg skjalagerð. Kennslu­greinar í síðari hluta eru: Réttindi og skyldur lögmanna, þar á meðal siðareglur lögmanna og þóknun fyrir lögmannsstörf, málflutningur og önnur störf lög­manna, svo sem samningsgerð og meðferð stjórnsýslumála. Í tengslum við nám­skeiðið fer fram ...

22.8.2017

hdl. námskeiđ haustsins

Stefnt er að því að hefja næsta námskeið undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður 25. september næstkomandi.

Upplýsingar munu verða birtar á heimasíðunni um leið og þær liggja fyrir

28.6.2017

Hérađsdómur Reykjavíkur -opnunartími í júlí og ágúst

Vegna framkvæmda og endurbóta á dómhúsinu á Lækjartorgi á tímabilinu 01.07. - 31.08. 2017 verður afgreiðslutími sem hér segir :

  • 03. - 07. júlí: Opið 08.30 - 16.00
  • 10. - 14. júlí: Opið 10.00 - 14.00
  • 17. júlí . - 07. ágúst. Lokað.
  • 08. - 11. ágúst Opið 10.00 - 12.00
  • 14. - 31. ágúst Opið 10.00 - 14.00

Dómari, ritari og aðstoðarmaður eru ætíð á vakt.

Vaktsími dómritara er 899 9291

Dómstjóri verður við störf í júlí og ágúst.

16.6.2017

Skrifstofustími Hćstaréttar í sumar

Frá 19. júní til og með 25. ágúst 2017 verður skrifstofa Hæstaréttar opin frá kl. 10.00 - 14.00.

 

11.5.2017

Sumaropnun

Frá og með 15. maí verður skrifstofa Lögmannafélags Íslands opin frá kl. 08.00-16.00

7.4.2017

Glćrur frá hádegisverđarfundi

Róbert R. Spanó hélt erindi á hádegisverðarfundi LMFÍ föstudaginn 7. apríl sl. um vernd útlendinga samkvæmt mannréttinda­sáttmála Evrópu og nýjustu yfirdeildardóma MDE.

Hér má nálgast glærur Róberts frá fundinum.

Myndir af fundinum eru á Facebook-síðu Lögmannablaðsins.

5.4.2017

Ályktanir félagsfundar

Á félagsfundi í Lögmannafélagi Íslands sem haldinn var 31. mars sl. voru samþykktar eftirfarandi ályktanir:

 

„Við meðferð umfangsmikilla sakamála hin síðari ár hefur endurtekið komið upp ágreiningur um aðgang sakaðra manna að gögnum sem haldlögð hafa verið af lögreglu við rannsókn mála. Af úrlausnum dómstóla verður ráðið að þessi grundvallarréttindi sakaðra manna við rannsókn mála og meðferð þeirra fyrir dómi sæti verulegum takmörkunum hér á landi. Veruleg áhöld eru um það hvort framkvæmdin hér á landi samræmist þeim kröfum sem gerðar eru í 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá bendir könnun á réttarreglum og fram­kvæmd í nágrannaríkjum til þess að úrbóta sé þörf hér á landi. Félagsfundur beinir þeirri áskorun til dómsmálaráðherra að skipa starfshóp sem falið verði að vinna tillögur að réttarbótum á þessu sviði."

 

„Almennur félagsfundur í Lögmannafélagi Íslands haldinn 31. mars 2017 beinir til Hæstaréttar Íslands að fallið verði frá þeim háttum sem rétturinn hefur tekið upp á síðustu misserum að takmarka ræðutíma málflytjenda. Fundurinn bendir á að í réttarfarsreglum er almennt gert ráð fyrir því að mál­flytjendur áætli ræðutíma sinn sjálfir. Ætla verður að heimild réttarins til að stytta ræðutíma sé bundin við að hann teljist óhæfilega langur miðað við um­fang málsins. Ákvarðanir réttarins að undanförnu hafa gengið lengra en þetta. Slíkar ákvarðanir geta komið niður á rétti málsaðila til sanngjarnrar málsmeð­ferðar."


Stjórnborđ

Stćkka leturMinnka leturHamur fyrir sjónskerta og lesblindaSenda ţessa síđuPrenta ţessa síđuVeftré

 

Viđburđir

 «Janúar 2018» 
sunmánţrimiđfimföslau
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031   

Alţingi
Umbođsmađur Alţingis
Stjórnarráđ
Stjórnartíđindi / Lögbirtingablađ


Lögmannalistinn

Finna lögmann:

- eftir stađsetningu:
- eftir tungumáli:
- eftir landshluta:
Smelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđi

Lögmannablađiđ

Slóđ:

Um LMFÍ » Fréttir