Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

5.4.2017

Ályktanir félagsfundar

Á félagsfundi í Lögmannafélagi Íslands sem haldinn var 31. mars sl. voru samþykktar eftirfarandi ályktanir:

 

 

„Við meðferð umfangsmikilla sakamála hin síðari ár hefur endurtekið komið upp ágreiningur um aðgang sakaðra manna að gögnum sem haldlögð hafa verið af lögreglu við rannsókn mála. Af úrlausnum dómstóla verður ráðið að þessi grundvallarréttindi sakaðra manna við rannsókn mála og meðferð þeirra fyrir dómi sæti verulegum takmörkunum hér á landi. Veruleg áhöld eru um það hvort framkvæmdin hér á landi samræmist þeim kröfum sem gerðar eru í 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá bendir könnun á réttarreglum og fram­kvæmd í nágrannaríkjum til þess að úrbóta sé þörf hér á landi. Félagsfundur beinir þeirri áskorun til dómsmálaráðherra að skipa starfshóp sem falið verði að vinna tillögur að réttarbótum á þessu sviði."

 

 

„Almennur félagsfundur í Lögmannafélagi Íslands haldinn 31. mars 2017 beinir til Hæstaréttar Íslands að fallið verði frá þeim háttum sem rétturinn hefur tekið upp á síðustu misserum að takmarka ræðutíma málflytjenda. Fundurinn bendir á að í réttarfarsreglum er almennt gert ráð fyrir því að mál­flytjendur áætli ræðutíma sinn sjálfir. Ætla verður að heimild réttarins til að stytta ræðutíma sé bundin við að hann teljist óhæfilega langur miðað við um­fang málsins. Ákvarðanir réttarins að undanförnu hafa gengið lengra en þetta. Slíkar ákvarðanir geta komið niður á rétti málsaðila til sanngjarnrar málsmeð­ferðar."


Stjórnborđ

Stćkka leturMinnka leturHamur fyrir sjónskerta og lesblindaSenda ţessa síđuPrenta ţessa síđuVeftré

 

Viđburđir

 «Desember 2017» 
sunmánţrimiđfimföslau
     12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31      

Alţingi
Umbođsmađur Alţingis
Stjórnarráđ
Stjórnartíđindi / Lögbirtingablađ


Lögmannalistinn

Finna lögmann:

- eftir stađsetningu:
- eftir tungumáli:
- eftir landshluta:
Smelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđi

Lögmannablađiđ

Slóđ:

Um LMFÍ » Fréttir