Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

11.5.2017

Ađalfundur LMFÍ 24. maí og málţing: Dómstólar á tímamótum

 

Aðalfundur LMFÍ miðvikudaginn 24. maí 2017 kl. 14:00

Safnahúsinu Hverfisgötu 15

Málþing: Dómstólar á tímamótum

Framsögumenn:

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra

Ţorgeir Örlygsson forseti Hæstaréttar

Ingibjörg Þorsteinsdóttir varaformaður Dómarafélags Íslands

Reimar Pétursson formaður Lögmannafélags Íslands

Hlé

D A G S K R Á:

 1. Skýrsla félagsstjórnar og nefnda félagsins.
 2. Ársskýrsla úrskurðarnefndar lögmanna fyrir liðið starfsár.
 3. Endurskoðaður reikningur fyrir liðið reikningsár.
 4. Umræður um skýrslur og reikninga.
 5. Reikningur borinn undir atkvæði.
 6. Ákvörðun um ávöxtun sjóða félagsins.
 7. Tillaga um hækkun árgjalds.
 8. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins.
 9. Stjórnarkosning:
 •           - kosning formanns til eins árs;
 •           - kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára;
 •           - kosning þriggja manna í varastjórn til eins árs.
 • 10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs og eins til vara.
 • 11. Kjör fulltrúa félagsins í úrskurðarnefnd lögmanna og varamanns samkvæmt 3. gr. lögmannalaga.
 • 12. Kosning 7 manna í laganefnd til eins árs.
 • 13. Önnur mál.

Aðalfundur félagsdeildar LMFÍ 24. maí 2017

D A G S K R Á:

1.         Ársskýrsla félagsdeildar LMFÍ fyrir liðið starfsár.

 • 2. Endurskoðaður reikningur fyrir liðið reikningsár.
 • 3. Tillaga um breytingar á reglum félagsdeildar LMFÍ.
 • 4. Önnur mál.

Tillögur:

Tillaga um hækkun árgjalds fyrir aðild að Lögmannafélagi Íslands.

"Aðalfundur Lögmannafélags Íslands, haldinn í Safnahúsinu Hverfisgötu 15, miðvikudaginn 24. maí 2017, samþykkir að hækka árgjald til félagsins í 60.000 krónur fyrir árið 2018."

Tillaga um breytingu á 2. mgr. 4. gr. samþykkta Lögmannafélags Íslands.

Gerð er tillaga um að 2. mgr, 4. gr. hljóði svo: "Félagsfundi, aðra en aðalfundi, skal halda, þegar stjórn félagsins þykir við þurfa, samkvæmt fundarályktun, eða þegar minnst 50 félagsmenn krefjast þess skriflega, enda segi þeir til um, hvers vegna þeir æskja fundar. Félagsfund skal halda innan mánaðar frá því lögmæt krafa um fundarhald er fram komin".

Tillaga um breytingu á 2. mgr. 7. gr. samþykkta Lögmannafélags Íslands:

Gerð er tillaga um að 2. mgr. 7. gr. hljóði svo: "Aðalfund skal boða með rafrænni tilkynningu til sérhvers félagsmanns með minnst hálfs mánaðar fyrirvara, talið frá og með útsendingardegi fundarboðs. Félagsmenn geta þó óskað eftir að fá sent fundarboð í pósti. Aðalfund skal jafnframt auglýsa innan sömu tímamarka á heimasíðu eða öðrum sambærilegum samfélagsmiðli félagsins".

Tillaga um breytingu á 2. mgr. 4. gr. reglna um félagsdeild LMFÍ.

Gerð er tillaga um að 2. mgr, 4. gr. hljóði svo: "Félagsfundi, aðra en aðalfundi, skal halda, þegar stjórn deildarinnar þykir við þurfa, samkvæmt fundarályktun, eða þegar minnst 50 félagsmenn krefjast þess skriflega, enda segi þeir til um, hvers vegna þeir æskja fundar. Þá er lögmæt krafa um fundarhald er fram komin, skal fund halda eigi síðar en á mánaðar fresti".

Tillaga um breytingu á 2. mgr. 5. gr. reglna um félagsdeild LMFÍ.

Gerð er tillaga um að 2. mgr, 4. gr. hljóði svo: "Aðalfund skal boða með rafrænni tilkynningu til sérhvers félagsmanns með minnst hálfs mánaðar fyrirvara, talið frá og með útsendingardegi fundarboðs. Félagsmenn geta þó óskað eftir að fá sent fundarboð í pósti. Aðalfund skal jafnframt auglýsa innan sömu tímamarka á heimasíðu eða öðrum sambærilegum samfélagsmiðli félagsdeildar".

Sjá Ársskýrslu LMFÍ: http://www.lmfi.is/files/Árskýrsla%202016_1336559884.pdf 


Stjórnborđ

Stćkka leturMinnka leturHamur fyrir sjónskerta og lesblindaSenda ţessa síđuPrenta ţessa síđuVeftré

 

Viđburđir

 «Desember 2017» 
sunmánţrimiđfimföslau
     12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31      

Alţingi
Umbođsmađur Alţingis
Stjórnarráđ
Stjórnartíđindi / Lögbirtingablađ


Lögmannalistinn

Finna lögmann:

- eftir stađsetningu:
- eftir tungumáli:
- eftir landshluta:
Smelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđi

Lögmannablađiđ

Slóđ:

Um LMFÍ » Fréttir