Úrskurðarnefnd

Úrskurðarnefnd lögmanna starfar samkvæmt lögmannalögum nr. 77/1998 og leysir úr málum eftir ákvæðum þeirra laga.

Í 3. gr. reglna um meðferð mála fyrir úrskurðarnefnd lögmanna segir um hlutverk hennar:

1) að fjalla um ágreining milli lögmanns og umbjóðanda hans um þóknun lögmannsins, þ.e rétt hans til endurgjalds fyrir störf sín og um fjárhæð endurgjaldsins, enda sé ágreiningnum skotið til nefndarinnar af öðrum hvorum málsaðila eða báðum;

2) að fjalla um kvörtun á hendur lögmanni frá aðila vegna háttsemi, sem kann að stríða gegn lögum eða siðareglum LMFÍ.

Nefndin hefur aðsetur hjá Lögmannafélagi Íslands sem greiðir kostnað af störfum hennar og sér henni fyrir nauðsynlegri aðstöðu. Í nefndinni sitja þrír aðalmenn og þrír varamenn auk starfsmanns nefndarinnar.

Úrskurðarnefnd skipa

  • Einar Gautur Steingrímsson lögmaður, formaður
  • Valborg Þ. Snævarr lögmaður
  • Helgi Birgisson lögmaður

Varamenn

  • Hulda Katrín Stefánsdóttir lögmaður
  • Grímur Sigurðsson lögmaður
  • Helga Melkorka Óttarsdóttir lögmaður