Beint á leiđarkerfi vefsins

Úrskurđarnefnd

Leit ađ úrskurđum úrskurđarnefndar

Til þess að leita að úrskurðum Úrskurðarnefndar lögmanna er best að nýta hinn öfluga leitarstreng sem heimasíðan býður upp á. T.d. er hægt að skrifa orðin "Þóknun lögmanna" og fá þá upp alla úrskurði og allar greinar um þóknanir. Leitarstrengurinn er uppi  í hægra horni heimasíðunnar.  

Nýjustu úrskurđir úrskurđarnefndar

Ţegar mál koma til kasta úrskurðarnefndar fá þau númer. Það tekur mislangan tíma að fjalla um mál og því koma úrskurðir ekki í númeraröð. Hægt er að nágast aðra úrskurði undir "eldra efni":

Mál 18 2017

Sú háttsemi kærða, B hrl., að svara ekki ítrekuðum erindum og fyrirspurnum kæranda, A, um afdrif kröfu vegna útlagðs sjúkrakostnaðar aðilans, í kjölfar uppgjörs slysabóta samkvæmt því máli sem kærði annaðist fyrir og í þágu kæranda, er aðfinnsluverð.

Mál 17 2017

Kærði, B hrl., hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, H, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Kröfu kæranda um að kærða verði gert að biðja kæranda opinberlega og skriflega afsökunar vegna ærumeiðinga er vísað frá nefndinni.

Mál 16 2017

Kærði, B hrl., hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

 

Mál 14 2017

Kærði, S hrl., sætir áminningu.

Mál 12 2017

Sú háttsemi kærðu, B hdl., að láta hjá líða að kæra úrskurð sýslumannsins á Suðurlandi, dags. X. maí 2016, til innanríkisráðuneytisins innan kærufrests og að veita ekki skýringar á ástæðum þess þegar eftir því var leitað hjá kærðu af hálfu innanríkisráðuneytisins er aðfinnsluverð.

 

Hæfilegt endurgjald kærðu, B hdl., vegna starfa hennar í þágu kæranda, A, er 297.415 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.

 

Kröfu kæranda um dráttarvexti „samkvæmt almennum reglum kröfuréttar" er vísað frá nefndinni.

Mál 11 2017

Sú háttsemi kærða, B hrl., að tilgreina í yfirlýsingu sem beint var til fjölmiðla að kærandi, A hrl., hefði lekið kæru, sem send hafði verið til héraðssaksóknara, til fjölmiðla, er aðfinnsluverð.

Mál 9 2017

Sú háttsemi kærða, B hdl., að láta undir höfuð leggjast að senda inn gjafsóknarbeiðni fyrir kæranda, A, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og óskir kæranda í þá veru og að kærði hafi tekið það verk að sér, er aðfinnsluverð. Þá er sú háttsemi kærða að tilgreina í tölvubréfi til kæranda að hann hygðist „afturkalla umsókn um gjafsókn til að draga ekki úr hugsanlegum möguleikum á gjafsókn fyrir Hæstarétti" þegar slík beiðni hafði aldrei verið send, aðfinnsluverð.

 

Áskilið endurgjald kærða, B hdl., vegna starfa hans í þágu kæranda, A, sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð reiknings nr. 0000145 vera 500.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og útlögðum kostnaði.

Mál 8 2017

Máli þessu er vísað frá nefndinni.

Stjórnborđ

Stćkka leturMinnka leturHamur fyrir sjónskerta og lesblindaSenda ţessa síđuPrenta ţessa síđuVeftré

 

Viđburđir

 «Desember 2017» 
sunmánţrimiđfimföslau
     12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31      

Alţingi
Umbođsmađur Alţingis
Stjórnarráđ
Stjórnartíđindi / Lögbirtingablađ


Lögmannalistinn

Finna lögmann:

- eftir stađsetningu:
- eftir tungumáli:
- eftir landshluta:
Smelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđi

Lögmannablađiđ