Framundan

Gönguferð félagsdeildar LMFÍ laugardaginn 14. ágúst 2021: Grænihryggur

Félagsdeild LMFÍ stendur fyrir göngu á Grænahrygg laugardaginn 14. ágúst 2021 fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra.

Lagt verður af stað frá Reykjavík kl. 7.00 að morgni á eigin jeppum að Kirkjufelli við Kýlingavatn nærri Landmannalaugum. Þeim sem ráða ekki yfir slíkum bílakosti verður reynt að útvega far. Gangan sjálf er um 15 km og tekur um 6-8 klukkustundir.

Nánari upplýsingar og skráning

Námskeið fyrir matsmenn – 1. og 2. september 2021

Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm. Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf matsmanna og samningu og uppsetningu matsgerða, undirbúning matsfunda og störf á vettvangi. Í lok síðari námskeiðsdags verður farið í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem nánar er upplýst um samskipti dómkvaddra matsmanna við dómstólana.

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa verið matsmenn ...

Nánari upplýsingar og skráning

Samningatækni

haldið dagana 14. og 16. september.

Fjallað verður um hvernig lögmenn geta nýtt niðurstöður hagnýtra rannsókna í samningatækni til að ná hagstæðri niðurstöðu í samningaviðræðum, vinna úr deilumálum og skapa traust. Þátttakendur takast á við hagnýtar 

Nánari upplýsingar og skráning

Eignanám frá A til Ö – 23. og 24. sept - ný dagsetning

Það er kunnara en frá þurfi að segja að eignarrétturinn er meðal þýðingarmestu réttinda sem varin eru af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þó svo að eignarnám sé ekki nefnt á nafn í stjórnarskránni er ekki um það ágreiningur að með 2. og 3. málslið 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár er eignaskerðingum af þeim toga settar skorður og á þeim grundvelli er öll réttarframkvæmd um eignarnám reist.

Á haustmánuðum kemur út ritið Eignarnám eftir þau Karl Axelsson hæstaréttardómara og dósent og Ásgerði Ragnarsdóttur héraðsdómara sem er afrakstur áralangra rannsókna þeirra á eignarnámsframkvæmd til ársloka 2020.

Á námskeiðinu verður farið yfir eignarnámsframkvæmd ...

Nánari upplýsingar og skráning

Störf verjenda og réttargæslumanna

haldið 5. október 2021

Fjallað verður um störf verjenda og réttargæslumanna í sakamálum og áhersla lögð á raunhæf álitaefni. Hvert er hlutverk verjanda sakbornings og réttargæslumanns brotaþola á rannsóknarstigi og fyrir dómi?  Fjallað verður um störf verjenda og réttargæslumanna út frá

Nánari upplýsingar og skráning

Ný lög um viðskiptaleyndarmál

haldið 7. október 2021

Á síðasta ári voru samþykkt ný lög um viðskiptaleyndarmál nr. 131/2020. Með lögunum er meðal annars innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/943 um verndun trúnaðarupplýsinga um sérþekkingu og viðskipti eða viðskiptaleyndarmál gegn ólögmætri öflun, notkun og birtingu þeirra. 

Lögin eru fyrstu íslensku heildarlögin um vernd viðskiptaleyndarmála og er markmið þeirra ...

Nánari upplýsingar og skráning

Hluthafasamningar

haldið 12. október 2021

Meginhluti fjármagns í heiminum er í höndum hlutafélaga. Völd og ábyrgð hlutafélaga eru því mikil. Hluthafasamningar geta gegnt veigamiklu hlutverki við stjórnun hlutafélaga og í samskiptum hluthafa sín á milli. Fjallað verður um hluthafasamninga, eðli þeirra, tilgang, efni og réttaráhrif, svo og möguleg vanefndaúrræði aðila. Er einhver greinarmunur á samþykktum og hluthafasamningum og þá hver? Hverjir gera hluthafasamninga og hvers vegna? Hvaða reglur gilda

Nánari upplýsingar og skráning

Flugréttur - rekstrarleigusamningar um loftför

haldið 19. október 2021

Námskeiðið er á sviði hins sérstaka hluta samninga- og kröfuréttar. Fjallað verður um rekstrarleigusamninga sem sérstakt form fjármögnunar loftfara, samanburð við aðra valkosti fjármögnunar og um meginefni samninga um rekstrarleigu á loftförum.  Einkum verður horft til skyldna sem hvíla á leigutaka hvað varðar loftfarið, rekstur þess og viðhald, úrræði leigusala til að

Nánari upplýsingar og skráning

Réttarstaða við slit á óvígðri sambúð

haldið 21. október 2021

Farið verður yfir réttarstöðu aðila við slit á óvígðri sambúð og þær meginreglur og dómafordæmi sem gilda um fjárskipti við slit sambúðar eða andlát sambúðarmaka. 

Nánari upplýsingar og skráning

Hagnýt fjármál fyrirtækja

haldið 4. og 11. nóvember.

Farið verður yfir grunnhugtök i fjármálafræði og fjármögnunarkosti fyrirtækja, þ.e. hvaða tækifæri fyrirtæki hafa til að afla sér fjármagns til skemmri og lengri tíma. Sérstaklega verður vikið að því hvernig hægt er að koma að verðmati á hlutabréfum og hvernig við getum reiknað út núvirði á skuldabréfum. Þá verður farið yfir

Nánari upplýsingar og skráning