Framundan

Möt á afleiðingum líkamstjóna (örorkumöt) – læknisfræði vs lögfræði

Annars vegar verður fjallað um gagnaöflun og læknisfræðileg orsakatengsl við möt á afleiðingum líkamstjóna, um meginreglur matsfræðanna varðandi mat á varanlegri læknisfræðilegri örorku og varanlegum miska. Hins vegar verður fjallað um gagnaöflun og lögfræðileg orsakatengsl svo og um mat á varanlegri örorku.

Nánari upplýsingar og skráning

Þinglýsing heimildarskjala um fasteignir og fasteignaréttindi

Eins og flestir þekkja þarf að þinglýsa réttindum yfir fasteignum til að þau haldi gildi gegn þeim er reisa rétt á samningum um eignina, og gegn skuldheimtumönnum eiganda eða annars rétthafa að eign. Á námskeiðinu verður farið hratt yfir grunnatriði þinglýsingalaga nr. 39/1978, en sjónum beint að álitaefnum sem reynt hefur á í dómaframkvæmd, með sérstakri áherslu á hagnýtt gildi laganna fyrir lögmenn. Þannig verður m.a. fjallað um í hvaða tilvikum þinglýsingar hafa tímabundið gildi og hver skilyrði eru fyrir aflýsingu skjala. Einnig verður vikið að leiðréttingu á röngum færslum skv. 27. gr. þinglýsingalaga og skilyrði fyrir beitingu 18. gr. laganna. Þá verður farið yfir mismunandi tegundir málsókna vegna þinglýsinga og hvenær rétt er að höfða hefðbundið einkamál og hvenær rétt er að um ágreininginn fari eftir 3. gr. þinglýsingalaga. Loks verður fjallað um samspil þinglýsingalaga annars vegar og reglna um skiptingu og stofnun fasteigna hins vegar.

Nánari upplýsingar og skráning

Örorkumat – uppgjör slysamála

Farið verður yfir hvaða helstu atriði þurfa að liggja til grundvallar við gerð örorkumats við uppgjör slysamála og praktísk lögfræðileg atriði sem hafa ber í huga í ferlinu. Hvað einkennir vel gert örorkumat? Hvaða sérfræðingar geta gert örorkumat?

Nánari upplýsingar og skráning

Slysatryggingar – 10. og 11. maí í Reykjavík

Fjallað verður um bæði skyldubundnar og frjálsar slysatryggingar. Fyrst verður fjallað um sameiginleg einkenni slysatrygginga, þar með talið hugtök sem hafa sérstaka merkingu í þeim öllum, en að því búnu vikið að einstökum tegundum slysatrygginga. Meðal annars verður fjallað um lögmæltar slysatryggingar ökumanns samkvæmt lögum nr. 30/2019 um ökutækjatryggingar og sérstöðu þeirra, kjarasamningsbundnar slysatryggingar sjómanna, kjarasamningsbundnar slysatryggingar annarra launþega, slysatryggingar ríkisstarfsmanna samkvæmt reglum nr. 30/1990 og 31/1990. Þá verður fjallað um frjálsar slysatryggingar, einkum þær sem eru í flestum tegundum heimilis- og fjölskyldutrygginga.

Í lokin verður fjallað stuttlega um tengsl slysatrygginga við skaðabótareglur og almennt um áhrif þeirra á uppgjör.

Nánari upplýsingar og skráning

Eignanám frá A til Ö – 23. og 24. sept - ný dagsetning

Það er kunnara en frá þurfi að segja að eignarrétturinn er meðal þýðingarmestu réttinda sem varin eru af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þó svo að eignarnám sé ekki nefnt á nafn í stjórnarskránni er ekki um það ágreiningur að með 2. og 3. málslið 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár er eignaskerðingum af þeim toga settar skorður og á þeim grundvelli er öll réttarframkvæmd um eignarnám reist.

Á haustmánuðum kemur út ritið Eignarnám eftir þau Karl Axelsson hæstaréttardómara og dósent og Ásgerði Ragnarsdóttur héraðsdómara sem er afrakstur áralangra rannsókna þeirra á eignarnámsframkvæmd til ársloka 2020.

Á námskeiðinu verður farið yfir eignarnámsframkvæmd ...

Nánari upplýsingar og skráning