Framundan

Frestur er á illu bestur

haldið 26. október 2021

Farið verður yfir fyrningafresti, tómlætisfresti, málshöfðunarfresti og aðra fresti sem lögmenn þurfa að huga að í einkamálum. Sérstök áhersla verður á tómlætisfresti og aðra fresti í verktakarétti. Fjallað verður um hina ýmsu fresti og túlkun þeirra. Leitast verður við að svara því hver sé upphafstími helstu fresta, lengd þeirra og

Nánari upplýsingar og skráning

Grennd – ólögfestar reglur íslensks réttar um grennd

haldið 28. október 2021.

Í íslenskum rétti gilda á sviði einkaréttarins ólögfestur reglur, svokallaðar grenndarreglur, sem setja eignarráðum fasteignareiganda skorður af tilliti til nálægra fasteigna og þeirra sem þar ...

Nánari upplýsingar og skráning

Hagnýt fjármál fyrirtækja

haldið 4. og 11. nóvember.

Farið verður yfir grunnhugtök i fjármálafræði og fjármögnunarkosti fyrirtækja, þ.e. hvaða tækifæri fyrirtæki hafa til að afla sér fjármagns til skemmri og lengri tíma. Sérstaklega verður vikið að því hvernig hægt er að koma að verðmati á hlutabréfum og hvernig við getum reiknað út núvirði á skuldabréfum. Þá verður farið yfir

Nánari upplýsingar og skráning

Eignarnám frá A til Ö - ný dagsetning

haldið 8. og 12. nóvember

Það er kunnara en frá þurfi að segja að eignarrétturinn er meðal þýðingarmestu réttinda sem varin eru af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þó svo að eignarnám sé ekki nefnt á nafn í stjórnarskránni er ekki um það ágreiningur að með 2. og 3. málslið 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár er eignaskerðingum af þeim toga settar skorður og á þeim grundvelli er öll réttarframkvæmd um eignarnám reist.

Á haustmánuðum kemur út ritið Eignarnám eftir þau Karl Axelsson hæstaréttardómara og dósent og Ásgerði Ragnarsdóttur héraðsdómara sem er afrakstur áralangra rannsókna þeirra á eignarnámsframkvæmd til ársloka 2020.

Á námskeiðinu verður farið yfir eignarnámsframkvæmd ...

Nánari upplýsingar og skráning

Tjón á farmi í sjóflutningum og skaðabótaábyrgð farmflytjanda

haldið 9. nóvember 2021

Fjallað verður um tjón á farmi í sjóflutningum og skaðabótaábyrgð farmflytjanda á slíku tjóni. Aðaláherslan verður lögð á farmbréf, aðila að farmflutningum, skyldur aðila, ábyrgð farmflytjanda, undantekningar frá ábyrgð farmflytjanda, ákvörðun bótafjárhæðar, takmörkun bótafjárhæðar og ...

Nánari upplýsingar og skráning

Peningaþvætti og lögmenn

haldið 16. nóvember

Hvernig ber lögmönnum í störfum sínum og rekstri að tryggja að farið sé að ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnum hryðjuverka, nr. 140/2018? Á námskeiðinu verður peningaþvættislöggjöfin kynnt með áherslu á þær skyldur sem hún leggur á herðar lögmanna sem tilkynningarskyldum aðilum. Einnig verður farið yfir hvaða áhrif löggjöfin hefur

Nánari upplýsingar og skráning

Auðlindanýting samkvæmt auðlindalögum

haldið 18. nóvember

Fjallað verður um auðlindir og nýtingu þeirra samkvæmt lögum nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Vikið verður að eignarráðum fasteignareiganda undir og yfir yfirborði jarðar og eðli þess eignarréttar sem lýst er í 1. mgr. 3. gr. auðlindalaga. Þá verður

Nánari upplýsingar og skráning

Gátlisti skiptastjóra

haldið 23. nóvember

Fjallað verður um skipti á þrotabúum frá skipun skiptastjóra til skiptaloka. Lögð verður áhersla á praktísk atriði sem reynir á við framkvæmd skiptameðferðar. Í þessu sambandi verður m.a. farið yfir gátlista sem hægt er að

Nánari upplýsingar og skráning

Tryggingarráðstafanir

haldið 25. nóvember.

Námskeiðið er einkum á sviði veðréttar, en einnig að hluta til kröfuréttar. Farið verður yfir algengustu tegundir tryggingarráðstafana er tengjast lánssamningum, útfærslu þeirra og

Nánari upplýsingar og skráning

Réttarstaða við slit á óvígðri sambúð - ath. ný dagsetning

haldið 2. desember 2021

Farið verður yfir réttarstöðu aðila við slit á óvígðri sambúð og þær meginreglur og dómafordæmi sem gilda um fjárskipti við slit sambúðar eða andlát sambúðarmaka. 

Nánari upplýsingar og skráning