Framundan

Microsoft Word fyrir lögmenn

Á námskeiðinu verður farið yfir þær aðgerðir í Word forritinu sem auðvelda lögmönnum störfin, eins og t.d. notkun textasniða (styles), uppsetningu efnisyfirlits, innsetningu og stillingu myndefnis, taflna og tengla, breytingarsögu og öryggisstillingar skjals.

Nánari upplýsingar og skráning

Hvernig geta lögmenn nýtt iPad í störfum sínum?

Stutt og hnitmiðað námskeið þar sem lögmönnum er kennt að nýta sér iPad í störfum sínum og hvíla þannig prentara og minnka pappírssóun. Kynnt verða fjölmörg smáforrit sem hentug eru við yfirlestur, skriftir, utanumhald dómskjala, fundahöld og skipulagningu auk þess sem farið yfir helstu möguleika þeirra.

Nánari upplýsingar og skráning

Öryggi í netheimum

Hvernig geta einyrkjar og lögmannsstofur varið sig á hættum sem leynast í netheimum? Hvernig reyna nettröll að ná í fjármuni og hvaða aðferðir eru notaðar við að brjótast inn í tölvukerfi? Fjallað verður um tölvuöryggismál lögmannsstofa, öryggi snjallsíma og skýjalausna á stuttu og áhugaverðu námskeiði.

Nánari upplýsingar og skráning

Microsoft Office 365

Farið verður yfir hvernig lögmenn geta nýtt sér vefútgáfuna af Office í störfum sínum. Hver er munurinn á því að vinna í veflausnum versus forritum? Hver er munurinn á OneDrive og Sharepoint? Hvernig er hægt að vinna saman í skjölum í rauntíma, deila með utanaðkomandi og finna allar fyrri útgáfur skjala? Hvernig er lokað fyrir aðgang að skjali. Þá verða kennd ýmis „tips and tricks“ .

Nánari upplýsingar og skráning

Ábyrgðartryggingar

Á námskeiðinu verður fjallað ítarlega um ábyrgðartryggingar, sem er sú tegund vátrygginga, sem mesta þýðingu hefur í starfi flestra lögmanna.

Nánari upplýsingar og skráning

Námskeið á Akureyri um ábyrgðartryggingar

Á námskeiðinu verður fjallað ítarlega um ábyrgðartryggingar, sem er sú tegund vátrygginga, sem mesta þýðingu hefur í starfi flestra lögmanna. 

Nánari upplýsingar og skráning

Microsoft Teams

Innan Office 365 er forritið Teams sem tók heldur betur flugið á tímum Covid 19 vegna fjarfundarbúnaðar í forritinu. En Teams er svo miklu meira en það. Farið verður yfir hvernig lögmenn geta nýtt sér Teams í störfum sínum þar sem umræða, efni og gögn eru á sama stað. Hvernig er hægt að vinna saman í skjölum, nýta fjarfundarbúnað og spjallrás og hvaða smáforrit eru gagnleg fyrir lögmenn? Hvernig á að búa til hópa og rásir, mun á opnum og lokuðum hópum. Þá verður fjallað um upplýsingaöryggi í Teams.

Nánari upplýsingar og skráning

Öflun matsgerða í héraði og fyrir Landsrétti í einkamálum

Á námskeiðinu verður fjallað um öflun matsgerða í einkamálum fyrir málshöfðun í héraði, meðan á málshöfðun stendur og á milli dómstiga eftir að héraðsdómur hefur verið kveðinn upp. Fjallað verður almennt um ýmsar tegundir matsgerða, skilyrði fyrir öflun undirmatsgerðar, endurmats og yfirmatsgerðar og hvers kyns matsspurningar eru leyfðar. Þá verður fjallað um sjálfa dómkvaðninguna matsmanna, val á matsmönnum, matsfundi og matsgerðirnar sjálfar. Einnig verður fjallað um hvernig niðurstöðum matsgerða verður helst hnekkt. Reifaðir verða ýmsir dómar um matsgerðir, þ. á m. um heimild til dómkvaðningar matsmanna, ágalla á matsgerðum, og um sönnunargildi matsgerða í samanburði við sönnunargildi annarra sönnunargagna.

Nánari upplýsingar og skráning

Skiptastjórn þrotabúa – 6. og 13. okt.

Fjallað verður starf og meginskyldur skiptastjóra frá skipun til skiptaloka. Lögð verður áhersla á þau praktísku álitaefni sem koma upp við skipti þrotabúa, meðferð og ráðstöfun veðsettra og óveðsettra eigna  og aðkomu kröfuhafa að málefnum þrotabús.  Þá verður fjallað um meðferð krafna og ágreiningsmála,  riftun ráðstafana, úthlutun og lok gjaldþrotaskipta.

Nánari upplýsingar og skráning

SKRÁNING Á LAGADAGINN 2020

Lagadagurinn verður haldinn í Hörpu föstudaginn 9. október 2020. 

Nánari upplýsingar og skráning