Framundan

Rafrænar undirskriftir og aðrar traustþjónustur

Á námskeiðinu verður fjallað um rafrænar traustþjónustur sem eru skilgreindar í eIDAS reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 910/2014 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu en hún verður innleidd í lög hér á landi á næstu mánuðum. Fjallað verður um rafrænar undirskriftir, auðkenningar, rafræn innsigli, staðfestingarþjónustur fyrir rafrænt undirrituð gögn og öruggar rekjanlegar gagnasendingar. Að lokum verður fjallað um þau áhrif sem þessi nýja tækni mun hafa fyrir rafræn viðskipti og áskoranir sem við stöndum fyrir.  

Nánari upplýsingar og skráning

Skaðabótareglur í kaupalögum - hraðnámskeið

Fjallað verður um skaðabótareglur í lögum á sviði kauparéttar, þ.e. lögum um lausafjárkaup nr. 50/2000, fasteignakaup nr. 50/2002 og neytendakaup nr. 48/2003. Fjallað verður um grundvöll skaðabótaábyrgðar, hlutlæga ábyrgð, stjórnendaábyrgð og sakarábyrgð og hvernig réttur til bóta vegna mismunandi tjóns, beins tjóns og óbeins tjóns, tengist bótagrundvellinum. Sérstaklega verður fjallað um skiptinguna í beint og óbeint tjón og hvernig reglum um þetta hefur verið beitt í dómaframkvæmd. Til samanburðar verður einnig vikið í stuttu máli að öðrum úrræðum, tengdum skaðabótareglum laganna, svo sem reglum um rétt til úrbóta á galla og um skyldu til þess að bæta úr galla og hvaða réttaráhrif það hefur að sinna ekki slíkum skyldum.

Nánari upplýsingar og skráning

Notkun Excel töflureiknis

Námskeið fyrir lögmenn og/eða starfsmenn lögmannsstofa þar sem kennd verður uppsetning á skrám og vinnsla með þær, sjálfvirkur útreikningur á fjárhæðum, hvernig hægt er að nota nafnaskrá og töflu til að flýta fyrir bréfaskriftum (sýnt dæmi hvernig Word og Excel vinna saman). Þá verður farið yfir hvernig tafla er færð úr word í excel, orðum skipt upp í dálka og þeir sameinaðir. Eftir því sem tími vinnst til og fólk vill þá verður farið yfir eftirfarandi atriði:

 • Farið yfir aðferðir varðandi einfalda útreikninga
 • Möguleikar í afritun texta og talna skoðaðir
 • Paste Special aðgerðin skoðuð
 • Farið yfir þá möguleika sem eru varðandi útlit texta og talna
 • Að nota nokkur innbyggð reikniföll (functions), textaföll og fjármálaföll skoðuð.
 • Flestir möguleikar hvað varðar röðun og filteringar skoðaðir
 • Að setja inn Header og Footer
 • Að þekkja þá möguleika sem eru í boði er varðar útprentun.
 • Innsýn í veltitöflur (pivot tables)
 • Að nýta sér það sem View flipinn hefur upp á að bjóða
 • Að nota fastar tilvísanir og nöfn í formúlur
Nánari upplýsingar og skráning

Fagleg ábyrgð hönnuða og byggingastjóra

Farið verður yfir ábyrgð hönnuða, byggingarstjóra og iðnaðarmanna vegna mistaka við hönnun og byggingu húsa. Einnig verður farið  yfir helstu lagareglur og grundvallardóma sem tengjast viðfangsefninu.

 

Kennari          Ívar Pálsson hrl. hjá Landslögum.

Staður              Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík

Tími                  Þriðjudagur 23. október 2018, kl. 16:00-19:00.

Verð                kr. 27.000,- 30% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ.

Skráning

Nánari upplýsingar og skráning

Money Laundering

The April 2018 FATF report on Iceland highlighted that “non-financial businesses and professions have a poor understanding of the money laundering or terrorist financing risks to which they are exposed … have limited awareness of their AML/CFT obligations and report very few suspicious transactions in light of the risks present”. This course will start with a foundation of what money laundering and terrorist financing is before focusing on the risks particularly associated with lawyers and how to identify and tackle those risks.

Nánari upplýsingar og skráning