Framundan

Ógildingarreglur samningaréttar - 11. október 2022

Frá almennri reglu samningaréttar um skuldbindingargildi samninga eru gerðar nokkrar undantekningar. Meðal þeirra eru ógildingarreglur samningaréttar sem verða viðfangsefni námskeiðsins.

Ógildingarreglur samningaréttar eru mismunandi  og gildissvið þeirra ólíkt auk þess sem sumar þeirra eru ólögfestar.  Gerð verður grein fyrir uppruna reglnanna, skilyrðum þeirra og réttaráhrifum, meðal annars með hliðsjón af nýlegri dómaframkvæmd. Þá verða ógildingarreglurnar settar í samhengi við almennar reglur fjármunaréttar.

 

Nánari upplýsingar og skráning

Námskeið fyrir matsmenn – 19. og 20. október 2022

Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm. Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf matsmanna og samningu og uppsetningu matsgerða, undirbúning matsfunda og störf á vettvangi. Í lok síðari námskeiðsdags verður farið í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem nánar er upplýst um samskipti dómkvaddra matsmanna við dómstólana.

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa verið matsmenn ...

Nánari upplýsingar og skráning

Hagnýt fjármál fyrirtækja – fjarnámskeið 2. og 9. nóvember 2022

Farið verður yfir grunnhugtök i fjármálafræði og fjármögnunarkosti fyrirtækja, þ.e. hvaða tækifæri fyrirtæki hafa til að afla sér fjármagns til skemmri og lengri tíma. Sérstaklega verður vikið að því hvernig hægt er að koma að verðmati á hlutabréfum og hvernig við getum reiknað út núvirði á skuldabréfum. Þá verður farið yfir aðferðafræði sem beitt er við verðmat á fyrirtækjum sem og hvernig ávöxtunarkrafa er reiknuð út. Enn fremur verður rætt um lántöku fyrirtækja og hvort og þá hvaða skuldsetning fyrirtækja er ákjósanleg.  

Námskeiðið hentar mjög vel fyrir lögmenn sem vilja hafa grundvallarskilning á fjármálum fyrirtækja, lögfræðinga sem starfa innan fyrirtækja og fjármálageirans eða hafa áhuga á að taka að sér stjórnarsetu, stofna og/eða reka fyrirtæki.

Nánari upplýsingar og skráning

Afnotasamningar um fasteignir – 15. nóvember 2022

Á þessu námskeiði, sem er hluti af námskeiðslínu LMFÍ í fasteignarétti, verður fjallað um helstu form afnotasamninga um fasteignir. Þar koma meðal annars við sögu grunnleigusamningar, sem skiptast í lóðarleigu og erfðafestu, en fyrirlesarar hafa á undanförnum árum gefið því samningsformi sérstakan gaum með rannsóknum og greinarskrifum. Í tilviki lóðarleigu verður áherslunni ekki síst beint að lóðarleigusamningum sveitarfélaga sem eru hið ríkjandi form við stofnun fasteigna innan þéttbýlissvæða þó svo að á því sviði hafi ekki verið sett sérstök lög. Þá verður fjallað um ábúð og ábúðarsamninga sem til 

Nánari upplýsingar og skráning

Örorkumat: Hlutverk taugasálfræðinga í greiningu höfuðáverka – 17. nóvember 2022

Farið verður yfir hvernig taugasálfræðilegt mat er framkvæmt og hvernig höfuðhögg eru skilgreind eftir alvarleika þeirra. Einnig verður fjallað um hálshnykki. Kynnt verður hvernig taugasálfræðingar meta afleiðingar slysa, hvers eðlis prófanirnar eru, hvað þær geta sagt okkur og hvaða gryfjur bera að varast í túlkun gagnanna. Einnig verður rætt um aðrar afleiðingar slysa, s.s. áfallastreitu og fleira sem torveldar taugasálfræðilega mismunagreiningu. Í lokin verður farið yfir raunverulegt dæmi um hvernig taugasálfræðilegt mat er notað í örorkumati.

Nánari upplýsingar og skráning

Persónuvernd við kaup og sölu fyrirtækja – 22. nóvember 2022

Á námskeiðinu verður farið yfir að hverju þarf að huga á sviði persónuverndar við kaup og sölu fyrirtækja, þ. á m. í tengslum við notkun gagnaherbergja, miðlun upplýsinga til hugsanlegra kaupenda og ráðgjafa, hvaða atriði það eru sem huga þarf að í áreiðanleikakönnun og hvernig þarf að bregðast við mögulegum áhættum í formi ábyrgðaryfirlýsinga.

Nánari upplýsingar og skráning

Lagaumgjörð internetsins – 29. nóvember 2022

Fjallað verður um helstu lagareglur og viðmið sem hafa stýrandi áhrif á það umhverfi sem notendur almenna hluta internetsins hrærast í. Umfjöllunin skiptist í þrjá megin hluta:

1) Sögulegt samhengi og rætur þess regluramma sem nú er byggt á.

2) Yfirlit gefið yfir gildandi evrópska lagaumgjörð og helstu breytingar sem framundan eru á því sviði 3) Lagaleg álitaefni, úrræði og notkun helstu samfélagsmiðla á Íslandi; Facebook, Instagram, TikTok og Snapchat. 

Nánari upplýsingar og skráning

Veðsetning fasteigna 6. des. 2022

Fjallað verður um þær grunnreglur sem gilda um veðsetningu fasteigna og fasteignaréttinda og réttarstöðuna eftir að fasteign hefur verið veðsett.                     

Nánari upplýsingar og skráning