Framundan

Persónuvernd - Hvernig eiga lögmenn að uppfylla skyldur laga nr. 90/2018 í rekstri og störfum sínum?

Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig lögmönnum ber að tryggja eftirfylgni við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga í rekstri og störfum sínum. Einkum verður farið yfir ýmis praktísk álitaefni sem snúa sérstaklega að rekstri lögmannsstofa, s.s. þegar lögmannsstofa er rekin af einum lögmanni, í félagi margra lögmanna ellegar undir sameiginlegri regnhlíf. Meðal annars verður farið yfir hvernig lögmenn geta útfært vinnsluskrár, hvort á þeim hvíli skylda að hafa sérstakan persónuverndarfulltrúa og hvaða skyldur hvíla á lögmönnum varðandi upplýsingar til skráðra einstaklinga. Þá verður farið sérstaklega yfir þær leiðbeiningar sem LMFÍ lét útbúa fyrir lögmenn í kjölfar gildistöku laga nr. 90/2018. 

Nánari upplýsingar og skráning

Haustlitaferð í Þórsmörk. Missið ekki af ferð í Þórsmörk í haustbúningi.

Missið ekki af ferð í Þórsmörk í haustbúningi.

Nánari upplýsingar og skráning

Hvaða leiðir eru tækar til að fá enduskoðun ákvarðana um ráðningar hjá ríki og sveitarfélögum?

Ætlað lögfræðingum sem koma að undirbúningi og ákvörðun um ráðningu í opinbert starf og öðrum ákvörðunum í starfsmannamálum.  

Nánari upplýsingar og skráning

Hlutverk lögmanna í barnaverndarmálum

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni

Nánari upplýsingar og skráning

Lögmenn og peningaþvættislöggjöfin

Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig lögmönnum ber í störfum sínum og rekstri að tryggja að farið sé að ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnum hryðjuverka, nr. 140/2018.

Nánari upplýsingar og skráning

Úrlausn ágreiningsmála fyrir gerðardómi

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu meginreglur á sviði gerðardómsréttar og mismunandi tegundir gerðarmeðferðar. Þá verður farið yfir atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar kemur að samningsgerð og með hvaða hætti og að hverju skuli gætt þegar mælt er fyrir um úrlausn ágreinings fyrir gerðardómi í samningum.

Nánari upplýsingar og skráning

Megindrættir Evrópsks orkuréttar

Námskeið um þriðja orkupakkann og þann fjórða.

Nánari upplýsingar og skráning

Árangursrík samskipti við fjölmiðla

Námskeið sem fjallar um að eiga góð samskipti við fjölmiðla og koma fram í fjölmiðlum af fagmennsku og öryggi. Farið verður yfir hvaða kröfur á að gera til fjölmiðla fyrir viðtöl, svo sem varðandi undirbúning, og hvaða kröfur viðmælandi á að gera til sín svo hann nýti tækifærið til að koma sjónarmiðum á framfæri sem best - komist að kjarna málsins í stuttu og hnitmiðuðu máli.

Nánari upplýsingar og skráning

Dómar EFTA- og Evrópudómstólanna um neytendavernd og óréttmæta samningsskilmála

Á námskeiðinu verður farið sérstaklega yfir nýlega dómaþróun hjá EFTA-dómstólnum og Evrópudómstólnum í tengslum við túlkun helstu tilskipana um neytendavernd  og óréttmæta skilmála í neytendasamningum.  Á námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á dóma sem tengjast samningum fjármálastofnana og neytenda og hvaða kröfur tilskipanirnar gera til innlendra dómstóla.

Nánari upplýsingar og skráning

Endurskoðun dómstóla á matskenndum ákvörðunum stjórnvalda

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði í tengslum við endurskoðun dómstóla á matskenndum stjórnvaldsákvörðunum og þær efnisreglur sem mest reynir á í slíkum málum. Farið verður yfir nýlega dómaframkvæmd Hæstaréttar með sérstakri áherslu á ákvarðanir um skipun og ráðningu starfsmanna og embættismanna.

Nánari upplýsingar og skráning