Framundan

Lestur og greining ársreikninga

Á námskeiðinu verður farið yfir uppbyggingu ársreikninga og grunnreglur bókhalds. Kynntar verða aðferðir og tekin raunhæf dæmi við greiningu ársreikninga, þ.m.t. kennitölugreiningu. Farið verður yfir vísbendingar um rekstrarstöðvun og gjaldþrot fyrirtækja og velt vöngum um hvenær beri að segja félag til gjaldþrotaskipta. Enn fremur verður farið yfir mikilvægi áritana stjórnenda og endurskoðenda og ábyrgð þeirra. Að lokum verður farið yfir einn ársreikning íslensks félags.

Nánari upplýsingar og skráning

Sálfræðingar í forsjármálum

Á þessu námskeiði verður farið yfir aðkomu sálfræðinga að forsjármálum með sérstaka áherslu á notkun sálfræðilegra prófa. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:Hvernig nálgast sálfræðingar möt í forsjármálum?

Nánari upplýsingar og skráning

Notkun Excel töflureiknis

Námskeið fyrir lögmenn og/eða starfsmenn lögmannsstofa þar sem kennd verður uppsetning á skrám og vinnsla með þær, sjálfvirkur útreikningur á fjárhæðum, hvernig hægt er að nota nafnaskrá og töflu til að flýta fyrir bréfaskriftum (sýnt dæmi hvernig Word og Excel vinna saman). Þá verður farið yfir hvernig tafla er færð úr word í excel, orðum skipt upp í dálka og þeir sameinaðir. Eftir því sem tími vinnst til og fólk vill þá verður farið yfir eftirfarandi atriði:

Nánari upplýsingar og skráning

Megindrættir Evrópsks orkuréttar

Námskeið um þriðja orkupakkann og þann fjórða.

Nánari upplýsingar og skráning

Árangursrík samskipti við fjölmiðla

Námskeið sem fjallar um að eiga góð samskipti við fjölmiðla og koma fram í fjölmiðlum af fagmennsku og öryggi. Farið verður yfir hvaða kröfur á að gera til fjölmiðla fyrir viðtöl, svo sem varðandi undirbúning, og hvaða kröfur viðmælandi á að gera til sín svo hann nýti tækifærið til að koma sjónarmiðum á framfæri sem best - komist að kjarna málsins í stuttu og hnitmiðuðu máli.

Nánari upplýsingar og skráning

Lögmenn sem lögráðamenn - hádegisnámskeið

Á þessu námskeiði verður fjallað um hlutverk lögráðamanna, ábyrgð þeirra og skyldur. Hvað fellur undir starf þeirra og hvers er vænst af þeim? Einnig verður fjallað um samskipti  við skjólstæðinga, ættingja og yfirlögráðanda.

Nánari upplýsingar og skráning

Vitna- og aðilaskýrslur fyrir dómi

Tilgangur þessa þríhliða námskeiðs er að bæta árangur og/eða hæfni lögmanna til skýrslutöku. Fjallað verður um hvaða gildrur lögmenn falla í við skýrslutöku, hvað og hvernig eigi að spyrja vitni eða aðila máls og áreiðanleika framburðar.  Kennarar á námskeiðinu munu fjalla um einkamál sem og opinber mál út frá sjónarhóli lögmanna og dómara.

Nánari upplýsingar og skráning

Persónuverndarlöggjöf – ár liðið frá gildistöku

Vegna mikillar aðsóknar er áfram boðið upp á námskeið um persónuverndarlöggjöfina. Í vor verður ár liðið frá gildistöku persónuverndarreglugerðarinnar og á námskeiðinu verður áherslan á að fara yfir framkvæmdina á þessu fyrsta ári. Farið verður yfir hvað hefur einkum reynt á í starfi persónuverndarfulltrúa og annarra sem koma að þessum málaflokki. Þá verður auk þess farið yfir ákvarðarnir persónuverndaryfirvalda, bæði hér á landi sem og annars staðar innan Evrópu. Í persónuverndarregluverkinu er lögð áhersla á samrýmda beitingu innan Evrópu og því er áhugavert að fylgjast vel með framkvæmdinni í Evrópu.

Nánari upplýsingar og skráning