Framundan

Lagaumhverfi nýsköpunarfyrirtækja

Farið verður yfir lög um stuðning við uppbyggingu nýsköpunarfyrirtækja, endurgreiðslu rannsókna- og þróunarkostnaðar og skattalega hvata fyrir fjárfesta. Þá verður farið almennt yfir félaga- og samningaréttarleg álitamál sem tengjast nýsköpunarfélögum.

Nánari upplýsingar og skráning

Ábyrgðartryggingar - námskeið endurtekið 28. og 29. janúar 2021

Það komust færri að en vildu á námskeið Viðars Más Matthíassonar um ábyrgðartryggingar í haust og því höfum við ákveðið að bjóða upp á það aftur. Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að á námskeiðinu og það er ekki boðið upp á það í fjarfundi.

Á námskeiðinu verður fjallað ítarlega um ábyrgðartryggingar, sem er sú tegund vátrygginga, sem mesta þýðingu hefur í starfi flestra lögmanna.

Nánari upplýsingar og skráning

Hinn alræmdi stóridómur: Hvað var hann?

Aðdragandi að setningu stóradóms og sögulegt samhengi

Stóridómur er meðal þekktustu laga sem sett hafa verið á Íslandi og sannarlega alræmdastur: Dómur um hórdóma, frændsemisspjöll og mægða, og um frillulífi. Anno 1564. Á síðari tímum hafa fræðimenn haft tilhneigingu til að draga efni hans saman sem siðferðismál og siðferðisbrot en í stóradómi er ekkert minnst á siðferði, ekki frekar en í nokkrum öðrum heimildum um refsirétt.

Hvað er stóridómur þá og af hverju var hann settur? Hvað lögfræðilegu merkingu hefur „fordæðuskapur“ sem ætla má að hafi verið kjarni stóradóms?

Nánari upplýsingar og skráning

Samfélagsmiðlar og lögmenn: Facebook, Twitter, Instagram, Snapchat … ath ný tímasetning

Með tilkomu samfélagsmiðla hófst upplýsingabylting sem ekki sér fyrir endann á. Á námskeiði um samfélagsmiðla og lögmenn verður annars vegar farið yfir hvernig hægt er að miðla skilaboðum á áhrifaríkan hátt á samfélagmiðlum og hins vegar hvað lögmenn þurfi að hafa sérstaklega í huga við notkun þeirra.

Í fyrri hluta verður ...

Nánari upplýsingar og skráning

Gerð kaupmála og erfðaskráa

Fjallað verður um praktísk atriði varðandi gerð kaupmála og erfðaskráa. Umfjöllun um erfðaskrár lýtur m.a. að arfleiðsluhæfi og heimild til arfleiðslu, hverju má ráðstafa,  kvaðabindingu og breytingu og afturköllun hennar. Einnig verður fjallað um hvenær erfðaskrá er ógild og hvenær er unnt er að véfengja hana.  Í umfjöllun um kaupmála verður m.a. farið yfir formreglur við skráningu, hvaða eignir megi gera að séreign með kaupmála, breytingu og afturköllun. 

Nánari upplýsingar og skráning

Áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar

Farið yfir hvaða mál hafi fengið leyfi til áfrýjunar í Hæstarétti frá ársbyrjun 2018. Reynt verður að varða ljósi á framkvæmd Hæstaréttar varðandi áfrýjunarleyfin, svara því hvaða mál eiga helst erindi til Hæstaréttar og hvernig sé unnt að auka líkurnar á að umsóknir fáist samþykktar.

Nánari upplýsingar og skráning

Skiptastjórn þrotabúa – ný tímasetning 9. og 16. feb.

Fjallað verður starf og meginskyldur skiptastjóra frá skipun til skiptaloka. Lögð verður áhersla á þau praktísku álitaefni sem koma upp við skipti þrotabúa, meðferð og ráðstöfun veðsettra og óveðsettra eigna  og aðkomu kröfuhafa að málefnum þrotabús.  Þá verður fjallað um meðferð krafna og ágreiningsmála,  riftun ráðstafana, úthlutun og lok gjaldþrotaskipta. 

Nánari upplýsingar og skráning

Kaup og sala fyrirtækja - ath ný dagsetning

Farið verður yfir aðdraganda og undirbúning við kaup og sölu fyrirtækja sem og helstu skjöl sem útbúin eru og nýtt í tengslum við slík kaup. Þá verður einnig farið yfir uppbyggingu kaupsamninga um hlutabréf, og samspil helstu ákvæða þeirra, en áhersla verður lögð á þau atriði sem oftast valda ágreiningi við samningsgerð eða eftir undirritun kaupsamnings. Í lokin verður farið yfir helstu leiðir samningsaðila til að minnka líkur á að ágreiningur komi upp eftir undirritun samnings eða afhendingu hlutafjárins, ásamt

Nánari upplýsingar og skráning

Breyting á lögum um vörumerki

Með gildistöku laga nr. 71/2020 voru ákvæði vörumerkjatilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2436 innleidd í lög nr. 45/1997 um vörumerki. Breytingarnar tóku gildi 1. september sl. ásamt nýrri reglugerð nr. 850/2020 um málsmeðferð. Með þessum breytingum hafa ný sóknarfæri skapast fyrir notendur á markaði bæði hér á landi sem erlendis þar sem unnt er nú að sækja um vernd fyrir allar tegundir merkja. Þá er málsmeðferð skýrari og gagnsærri en áður, þ.e. umsóknar- og skráningarferli, sem og leiðir þriðju aðila til að sækja rétt sinn t.d. með andmælum eða kröfum um ógildingu eða niðurfellingu skráninga. Þá eru ákvæði um tengd réttindi, þ.e. félaga-, ábyrgðar- og gæðamerki útfærð nánar. Farið verður yfir helstu breytingar og sjónarmið við túlkun á nýjum/breyttum ákvæðum.

Nánari upplýsingar og skráning

Störf lögmanna í lögræðismálum

Farið verður yfir L-málin og hlutverk lögmanna við sviptingu sjálfræðis og fjárræðis. Hvernig er hagmunum skjólstæðinga best borgið? Hver eru mannréttindi fólks sem svipt er frelsi og þvingað til að þola nauðuga lyfjameðferð? Þá verður fjallað um hinar ýmsu greiningar og einkenni í geðlæknisfræðinni, störf réttindagæslumanna kynnt og í lokin mun verða rætt um nauðung og þvingun í geðheilbrigðisþjónustunni.

Nánari upplýsingar og skráning