Framundan

Námskeið fyrir talsmenn umsækjenda um alþjóðlega vernd – 6. september 2022

Farið verður yfir hlutverk talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd og málsmeðferðarreglur í málum um alþjóðlega vernd. Fjallað verður um tímafresti útlendingalaga og Dyflinnarreglugerðarinnar, muninn á forgangsmeðferð, efnismeðferð, Dyflinnarmál og verndarmál og viðeigandi ákvæði laga um útlendinga og stjórnsýslulaga. Þá verður fjallað stuttlega um helstu ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar, dómaframkvæmd Evrópudómstólsins og Mannréttindadómstóls Evrópu í málefnum flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Að lokum verður fjallað sérstaklega um hlutverk talsmanns fylgdarlausra barna.

Námskeiðið er ætlað lögfræðingum sem starfa eða hyggjast starfa sem talsmenn fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og er markmiðið að veita hagnýtar upplýsingar um málsmeðferð stjórnvalda, hlutverk talsmanna og helstu álitaefni og áskoranir. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Rauða krossinn.

Nánari upplýsingar og skráning

Gallar í fasteignakaupum – 29. september 2022

Með lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 var gallahugtakinu í fasteignakaupum breytt. Þá voru settar fram reglur um upplýsingaskyldu seljanda og skoðunarskyldu kaupanda. Á námskeiðinu verða þessar breytingar rifjaðar upp og farið yfir dóma sem fallið hafa frá setningu laganna og varða gallahugtakið, upplýsinga- og skoðunarskyldu. Jafnframt verður fjallað um hvernig staða kaupanda er jöfnuð í öðrum reglum laganna og vikið að ábyrgð annarra en seljanda.

Nánari upplýsingar og skráning

Breytingar á löggjöf verðbréfamarkaðsréttar – 6. október 2022

Yfirlit yfir lagabálka og afleidda löggjöf

Undanfarið hafa orðið töluverðar breytingar á löggjöf á sviði verðbréfamarkaðsréttar vegna innleiðingar á Evrópulöggjöf. Fyrir breytinguna voru aðallega tvenn lög sem giltu á sviðinu: lög um verðbréfaviðskipti og kauphallir. Eftir breytinguna gilda fjöldinn allur af lagabálkum og ógrynni af reglugerðum, reglum og viðmiðunarreglum evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar (ESMA). Það getur því verið stundum flókið og erfitt að átta sig á hvaða reglur gilda hverju sinni á þessu sviði.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu breytingarnar á löggjöfinni og gefið stutt yfirlit yfir alla þá lagabálka sem gilda í dag, ásamt afleiddri löggjöf. Markmiðið er ekki að fara ítarlega yfir alla löggjöfina heldur sýna heildarmyndina og útskýra helstu atriði í hverri löggjöf.  

Nánari upplýsingar og skráning

Ógildingarreglur samningaréttar - 11. október 2022

Frá almennri reglu samningaréttar um skuldbindingargildi samninga eru gerðar nokkrar undantekningar. Meðal þeirra eru ógildingarreglur samningaréttar sem verða viðfangsefni námskeiðsins.

Ógildingarreglur samningaréttar eru mismunandi  og gildissvið þeirra ólíkt auk þess sem sumar þeirra eru ólögfestar.  Gerð verður grein fyrir uppruna reglnanna, skilyrðum þeirra og réttaráhrifum, meðal annars með hliðsjón af nýlegri dómaframkvæmd. Þá verða ógildingarreglurnar settar í samhengi við almennar reglur fjármunaréttar.

 

Nánari upplýsingar og skráning

Námskeið fyrir matsmenn – 19. og 20. október 2022

Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm. Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf matsmanna og samningu og uppsetningu matsgerða, undirbúning matsfunda og störf á vettvangi. Í lok síðari námskeiðsdags verður farið í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem nánar er upplýst um samskipti dómkvaddra matsmanna við dómstólana.

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa verið matsmenn ...

Nánari upplýsingar og skráning