Afnotasamningar um fasteignir – 15. nóvember 2022
15.11.2022

Á þessu námskeiði, sem er hluti af námskeiðslínu LMFÍ í fasteignarétti, verður fjallað um helstu form afnotasamninga um fasteignir. Þar koma meðal annars við sögu grunnleigusamningar, sem skiptast í lóðarleigu og erfðafestu, en fyrirlesarar hafa á undanförnum árum gefið því samningsformi sérstakan gaum með rannsóknum og greinarskrifum. Í tilviki lóðarleigu verður áherslunni ekki síst beint að lóðarleigusamningum sveitarfélaga sem eru hið ríkjandi form við stofnun fasteigna innan þéttbýlissvæða þó svo að á því sviði hafi ekki verið sett sérstök lög. Þá verður fjallað um ábúð og ábúðarsamninga sem til skamms tíma voru algengasta form afnotasamninga að fasteignum utan þéttbýlissvæða. Síðast en ekki síst verður grein gerð fyrir því réttarumhverfi sem skapast hefur á grundvelli laga nr. 75/2008  um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús, en hvað sem leið réttarbót með tilkomu þeirra laga hafa margir verið á þeirri skoðun að lögin séu flókin og ógagnsæ. Framangreind umfjöllun skarast svo að sjálfsögðu við reglur leiguréttarins sem hinsvegar er fjallað um á öðru og samnefndu réttarsviði. Á haustdögum er væntanlegt 2. bindi fyrirlesara og Þorgeirs Örlygssonar í heildarverki þeirra um reglur íslensks eignarréttar. Þar mun verða að finna ítarlega umfjöllun og úttekt á afnotasamningum að fasteignum.

Þátttakendur sem sækja einnig námskeiðið Veðsetning fasteigna, sem haldið verður 6. des., fá aukalega 10% afslátt af námskeiðinu. 

Umsjón             Karl Axelsson hæstaréttardómari og prófessor og Víðir Smári Petersen lögmaður og dósent.

Staður               Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                    Alls 3 klst. þriðjudagur 15. nóvember  kl. 13:00-16:00

Verð                   33.000,- (kr. 3.300,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 8.250,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ).

 

Skráning

gata, póstnr. og staður

Veldu það sem við á