Auðlindanýting samkvæmt auðlindalögum - ný tímasetning
13.12.2021

Fjallað verður um auðlindir og nýtingu þeirra samkvæmt lögum nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Vikið verður að eignarráðum fasteignareiganda undir og yfir yfirborði jarðar og eðli þess eignarréttar sem lýst er í 1. mgr. 3. gr. auðlindalaga. Þá verður fjallað um leyfisveitingar Orkustofnunar, annars vegar rannsóknarleyfi og hins vegar nýtingarleyfi, og ákvæði laganna um eignarnám og aðgang að landi. Einnig verður vikið að þeim reglum sem gilda um hagnýtingu jarðhita, grunnvatns og jarðefna. Loks verður vikið með almennum hætti að þeirri sívaxandi togstreitu sem er á milli auðlindanýtingar og umhverfisverndar.

 

Umsjón   Karl Axelsson hæstaréttardómari og prófessor og Víðir Smári Petersen lögmaður og dósent.

Staður     Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími         Alls 3 klst. Mánudagur 13. desember 2021 kl. 13:00-16:00

Verð        kr. 33.000,- (kr. 3.300 í afslátt fyrir félaga í LMFÍ og LÍ og kr. 9.000,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ.)

Athugið  kr. 3.000,- aukaafsláttur fyrir þá sem sóttu námskeiðið Grennd 28. okt.

Skráning

[macroErrorLoadingPartialView]