Bókmenntir og lög - haustið 2022
4.10.2022

Nú á haustmánuðum býður félagsdeild LMFÍ félagsmönnum upp á leshring í samstarfi við tvo kennara innan HÍ, Jón Karl Helgason og Hafstein Þór Hauksson. Ætlunin er hittast einu sinni í mánuði og að ræða í hvert sinn um eitt skáldverk. Áformað er að taka fyrir Útlendinginn eftir Albert Camus, Réttarhöldin eftir Franz Kafka og loks eins íslenska skáldsögu sem hópurinn velur sjálfur. Á fundum hópsins verða sögurnar m.a. ræddar út frá sjónarhorni lögfræðinnar og velt upp lögfræðilegum álitamálum.

 

Umsjón             Hafsteinn Þór Hauksson dósent í lögfræði við HÍ og  Jón Karl Helgason prófessor í íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Staður               Fundarsalur LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                   Alls 4,5 klst. þriðjudagarnir 4. október., 1. nóvember og 6. desember kl. 17.00-18.30

Verð                  kr. 18.000,- (kr. 1.800,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 5.400,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ).

Skráning:

gata, póstnr. og staður

Veldu það sem við á