Breytingar á löggjöf verðbréfamarkaðsréttar – 6. október 2022
6.10.2022
Yfirlit yfir lagabálka og afleidda löggjöf
Undanfarið hafa orðið töluverðar breytingar á löggjöf á sviði verðbréfamarkaðsréttar vegna innleiðingar á Evrópulöggjöf. Fyrir breytinguna voru aðallega tvenn lög sem giltu á sviðinu: lög um verðbréfaviðskipti og kauphallir. Eftir breytinguna gilda fjöldinn allur af lagabálkum og ógrynni af reglugerðum, reglum og viðmiðunarreglum evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar (ESMA). Það getur því verið stundum flókið og erfitt að átta sig á hvaða reglur gilda hverju sinni á þessu sviði.
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu breytingarnar á löggjöfinni og gefið stutt yfirlit yfir alla þá lagabálka sem gilda í dag, ásamt afleiddri löggjöf. Markmiðið er ekki að fara ítarlega yfir alla löggjöfina heldur sýna heildarmyndina og útskýra helstu atriði í hverri löggjöf.
Kennari Dr. Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild HR og ráðgjafi hjá ADVEL lögmönnum
Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík
Tími Alls 3 klst. Fimmtudagur 6. október 2022 kl. 13.00-16.00.
Verð kr. 33.000,- (kr. 3.300,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 8.250,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ).
Skráning