Dómar EFTA- og Evrópudómstólanna um neytendavernd og óréttmæta samningsskilmála
5.11.2019

Á námskeiðinu verður farið sérstaklega yfir nýlega dómaþróun hjá EFTA-dómstólnum og Evrópudómstólnum í tengslum við túlkun helstu tilskipana um neytendavernd  og óréttmæta skilmála í neytendasamningum.  Á námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á dóma sem tengjast samningum fjármálastofnana og neytenda og hvaða kröfur tilskipanirnar gera til innlendra dómstóla.

Markhópur: Námskeiðið er sérstaklega skipulagt fyrir lögmenn, lögfræðinga og aðra sérfræðinga, sem starfa að verkefnum sem tengjast neytendarétti en aðrir eru líka velkomnir.

Kennari        Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Staður          Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, Reykjavík.

Tími               5. nóvember kl. 16-19.

Verð              kr. 27.000,- 30% afsláttur af námskeiðsgjaldi fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ.

Skráning

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina