Fossaganga í Þjórsárdal 7. júní
7.6.2020

Sunnudaginn 7. júní stendur félagsdeild Lögmannafélags Íslands fyrir fossagöngu niður með Fossá í Þjórsárdal. Safnast verður saman í bíla við LMFÍ, Álftamýri 9 klukkan 8.00 að morgni sunnudags en áætlað er að fara með rútu frá Stöng í Þjórsárdal (ca 120 km. frá Reykjavík) og upp að Háafossi kl. 10.30.

Háifoss er 122 metra hár og talinn vera þriðji hæsti foss landsins. Við hlið hans er annar foss sem nefnist Granni sem einnig verður skoðaður. Þaðan verður gengið niður að Stöng, um 8 kílómetra leið, og svo farið í náttúruperluna Gjána sem er hamrakvos þar sem Rauðá fellur niður í Gjáfoss. Í kringum fossinn gefur að líta stuðlabergsmynstur sem gefur staðnum mikinn ævintýrablæ. Gangan frá Stöng að Gjánni eru m 2 km hvor leið. Áætlað er að leggja af stað heim kl. 16.00 en áður verður kíkt á Hjálparfoss.

Helgi Jóhannesson lögmaður og göngugarpur verður fararstjóri í ferðinni en upplagt er að taka fjölskylduna með í gönguna þar sem hún er létt á fótinn. Búið er að panta gott veður.

Þeir sem vilja kynna sér betur leiðina er bent á sjónvarpsþáttinn „Úti“ sem var sýndur á RÚV 19. apríl sl. https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/uti/27832/89dks1 (er aðgengilegur til 24. maí)

Verð kr. 7.500,- á mann. Innifalið er fararstjórn, rúta frá Stöng að Háafossi og gamanmál fararstjóra.  

Skráning hér:

gata, póstnr. og staður