Hagnýt fjármál fyrirtækja
4.11.2021

Farið verður yfir grunnhugtök i fjármálafræði og fjármögnunarkosti fyrirtækja, þ.e. hvaða tækifæri fyrirtæki hafa til að afla sér fjármagns til skemmri og lengri tíma. Sérstaklega verður vikið að því hvernig hægt er að koma að verðmati á hlutabréfum og hvernig við getum reiknað út núvirði á skuldabréfum. Þá verður farið yfir aðferðafræði sem beitt er við verðmat á fyrirtækjum sem og hvernig ávöxtunarkrafa er reiknuð út. Enn fremur verður rætt um lántöku fyrirtækja og hvort og þá hvaða skuldsetning fyrirtækja er ákjósanleg.

Námskeiðið hentar mjög vel fyrir lögfræðinga sem starfa innan fyrirtækja og fjármálageirans eða hafa áhuga á að taka að sér stjórnarsetu, stofna og/eða reka fyrirtæki, eða sinna annarri lögmennsku sem snýr með beinum eða óbeinum hætti að starfsemi fyrirtækja.

 

Kennari Elmar Hallgríms Hallgrímsson framkvæmdastjóri Samiðnar - sambands iðnfélaga, lögfræðingur og Ms í fjármálum fyrirtækja. 

Staður   Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími       2x3 klst  Fimmtudagarnir 4. og 11. nóvember 2021, kl. 13.00-16.00

Verð       kr. 48.000,- (kr. 4.800,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 12.000,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ).

Skráning:

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á