Hamingjustund á aðventu
5.12.2019
Hamingjustund verður haldin þann 5. desember þegar félagsdeild Lögmannafélagsins blæs til „hamingjustundar“ á aðventu. Í boði verður uppistand þekktra lögfræðinga og „hamingjudrykkir“ á viðráðanlegu verði.
Stundin verður í kjallara Micro-Bar að Vesturgötu 2. Húsið opnar kl. 16 og er lögmönnum bent á að skynsamlegt geti verið að mæta í fyrra fallinu þar sem húsrými er takmarkað!