Haustlitaferð í Þórsmörk. Stefnt er að því að fara 19. október
19.10.2019

Laugardaginn 19. október efnir félagsdeild LMFÍ til gönguferðar í Þórsmörk og mun Helgi Jóhannesson lögmaður leiða gönguna.

Lagt verður af stað kl. 9.00 að morgni frá Hvolsvelli og ekið með langferðabíl í Langadal.  Genginn verður um 9 km hringur í kringum Tindafjöll í Þórsmörk með viðkomu á Rjúpnafelli (þá aukalega 2,3 km) fyrir þá allra hörðustu og endað í Langadal. Reikna má með 5-7 klukkustunda göngu og 550 metra hækkun. Fyrir þá sem kjósa endum við ferðina á veitingastaðnum Miðgarði á Hvolsvelli þar sem hægt er að fá borgara á heimsklassa. 

Kostnaður er 9500 á mann og er 30% afsláttur fyrir þá sem eru í félagsdeild. Innifalið er rúta frá Hvolsvelli í Langadal (og til baka) og leiðsögn.  Ef einhver óskar eftir að fá far á Hvolsvöll þá hafið samband við Marín Hrafnsdóttur á skrifstofu Lögmannafélagsins í síma 568 5620.

Vinir og vandamenn eru velkomnir með en takmarkaður fjöldi kemst með í ferðina.

Missið ekki af ferð í hina dásamlegu Þórsmörk í haustbúningi.

Skráning hér:

gata, póstnr. og staður