Hugtakið fasteign, stofnun þeirra, skráning og mat 19. nóv.
19.11.2020

Fjallað verður um hugtakið fasteign og þær reglur sem gilda um stofnun þeirra, skráningu og mat. Hvaða skilyrði þurfa mannvirki að uppfylla til þess að teljast fasteignir og hvaða lagareglur gilda um fasteignarréttindi sem hafa verið skilin frá fasteign? Til viðbótar við umfjöllun um hið hefðbundna fasteignarhugtak verður fjallað um það hvernig skipta má þeim upp (þ.e. stofna nýjar fasteignir) og hvernig þær eru skráðar og metnar. Nokkuð hefur reynt á álitaefni af þessu tagi fyrir dómstólum síðustu árin, m.a. varðandi fasteignamat Hörpunnar og vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar.  

Umsjón   Karl Axelsson hæstaréttardómari og dósent og Víðir Smári Petersen lögmaður og lektor.  

Staður     Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. 

Tími         Alls 3 klst. Fimmtudagur 19. nóvember kl. 16:00-19:00 

Mismunandi verð er á námskeiðslínu í eignarétti eftir því hversu mörg eru sótt: 

  • Eitt námskeið: Kr. 33.000,- (kr. 3.300,- í afslátt fyrir félaga LMFÍ og LÍ og kr. 8.300,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ) 
  • Tvö námskeið: Kr. 63.000,- (kr. 6.300,- í afslátt fyrir félaga LMFÍ og LÍ og kr. 15.750,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ) 
  • Þrjú námskeiðKr. 90.000,- (kr. 9.000,- í afslátt fyrir félaga í LMFÍ og LÍ og kr. 22.500,- í afslátt fyrir aðild  félagsdeild LMFÍ) 

Skráning hér:
gata, póstnr. og staður