Hvaða leiðir eru tækar til að fá enduskoðun ákvarðana um ráðningar hjá ríki og sveitarfélögum?
7.10.2019

Ætlað lögfræðingum sem koma að undirbúningi og ákvörðun um ráðningu í opinbert starf og öðrum ákvörðunum í starfsmannamálum.  

Markmið:

Að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á helstu lagareglum sem gilda um ráðningu starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum samkvæmt lögum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins, svo og hvernig dómstólar hafa nálgast þær reglur.

Helstu umfjöllunarefni:

  • Hvaða kröfur eru gerðar til auglýsingar um laus störf hjá ríki og sveitarfélögum, meðal annars samkvæmt lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og eftir atvikum samkvæmt ákvæðum sérlaga eins og lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (jafnréttislögin).
  • Hvaða lagalegu mörk gilda um það hvernig stofnanir ríkis og sveitarfélaga standa að ráðningu starfsmanna, meðal annars samkvæmt lögum nr. 70/1996, stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og jafnréttislögum?
  • Hver er réttur umsækjenda um störf hjá ríki og sveitarfélögum og hvaða úrræði standa þeim til boða við að framfylgja þeim rétti?

 

Öll umfjöllun verður studd dæmum um framkvæmd laganna og þá m.a. vísað til dóma Hæstaréttar og álita umboðsmanns Alþingis.

Kjartan Bjarni Björgvinsson er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, en hann hefur áður starfað sem formaður rannsóknarnefndar Alþingis, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og sem lögfræðingur við EFTA-dómstólinn. Kjartan hefur kennt stjórnsýslurétt og opinberan starfsmannarétt við Háskóla Íslands frá 2004 en hann var einnig dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2016-2018.

Kennari          Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur

Staður            Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                Alls 3 klst. Mánudagur. 7. október kl. 16-19

Verð               27.000, afsláttur af námskeiðsgjaldi fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ. 

Skráning

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina