Jólasnafsmótið í fótbolta, skráning til 17. desember
21.12.2018

Hið svo til árlega Jólasnafsmót LMFÍ í innanhússknattspyrnu verður haldið föstudaginn 21. desember í íþróttahúsi Fram við Safamýri. Mótið byrjar kl. 13:30 og verður dagskrá send út til þeirra liða sem skrá sig til leiks fljótlega. Skráningarfrestur er til kl. 13:00 mánudaginn 17. desember.

Tilgreina þarf nafn á liði, liðsstjóra og liðsmenn. Skilyrði er að leikmenn og konur séu félagsmenn í LMFÍ. Ef óskað er undanþágu fyrir þessum skilyrðum þarf að senda inn óskir þar að lútandi með tilkynningunni. Hámarksfjöldi liða er 8.   

Dómarar verða frá KSÍ og kærunefnd Teina og Tótu tekur við kærum.

Nánari upplýsingar veita Smári Hilmarsson (smari@legis.is) og Guðni Haraldsson (gudni@loggardur.is)

Ef þú vilt skrá lið til leiks þá sendu tölvupóst til félagsdeilar LMFÍ á marin@lmfi.is