Kærur í einkamálum til Landsréttar og Hæstaréttar - ný dagsetning námskeiðs
8.3.2021

Athugið nýja dagsetningu námskeiðs: 8. mars

Fjallað verður með hagnýtum hætti um kærumál fyrir Landsrétti og Hæstarétti, t.d. um kæruheimildir og önnur skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að aðili megi bera kærumál undir æðri dóm. Þá verður vikið að framlagningu nýrra skjala og atriði sem snerta meðferð kærumála að öðru leyti. Einnig verður stuttlega vikið að frágangi og útbúningi kærumálsgagna.

Kennari    Víðir Smári Petersen lögmaður hjá Lex og lektor.

Staður      Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími          Alls 1,5 klst. Mánudagur 8. mars kl. 12.00-13.30.  

Verð        kr. 18.000,- (kr. 1.800 í afslátt fyrir félaga í LMFÍ og LÍ og kr. 5.400,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ.)

Skráning:

gata, póstnr. og staður