Kaup og sala fyrirtækja - ath ný dagsetning
17.2.2021

Farið verður yfir aðdraganda og undirbúning við kaup og sölu fyrirtækja sem og helstu skjöl sem útbúin eru og nýtt í tengslum við slík kaup. Þá verður einnig farið yfir uppbyggingu kaupsamninga um hlutabréf, og samspil helstu ákvæða þeirra, en áhersla verður lögð á þau atriði sem oftast valda ágreiningi við samningsgerð eða eftir undirritun kaupsamnings. Í lokin verður farið yfir helstu leiðir samningsaðila til að minnka líkur á að ágreiningur komi upp eftir undirritun samnings eða afhendingu hlutafjárins, ásamt aðferðum aðila til leiðréttingar kaupverðs eftir afhendingu.  

Kennari    Einar Baldvin Árnason lögmaður hjá BBA/Fjeldco.  

Staður      Salur Blaðamannafélag Íslands Íslands, Síðumúla 23, 3. hæð, 108 Reykjavík.

Tími          Alls 3 klst. Miðvikudagur 17. febrúar kl. 15.00-18.00.  

Verð           Kr. 33.000,- (kr. 3.300,- í afslátt fyrir félaga LMFÍ og LÍ og kr. 8.300,- í afslátt fyrir aðild  félagsdeild LMFÍ) 

Skráning hér:

gata, póstnr. og staður