Matsgerðir – 17. mars 2022
17.3.2022

Námskeiðslína í einkamálaréttarfari

Matsgerðir skipa veigamikinn sess í rekstri dómsmála. Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir helstu lög og reglur og álitaefni sem á reynir í tengslum við öflun matsgerða í einkamálum, svo sem form og gerð matsbeiðni, matsspurningar, yfirmöt og ný möt.

Varpað verður ljósi á fjölmörg réttarfarsleg álitaefni sem á getur reynt í tengslum við dómkvaðningu matsmanna, með sérstaka áherslu á dómaframkvæmd síðustu ára.

Leitast er við að nálgast viðfangsefnin frá hagnýtum sjónarhóli.

Námskeiðið er hluti af námskeiðslínu í rekstri einkamála. Þeir sem skrá sig á öll þrjú námskeiðin fá aukalega 10% afslátt.

 

Kennari             Eva Bryndís Helgadóttir lögmaður á LMG lögmenn.

Staður                Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.  

Tími                    Alls 3 klst. Fimmtudagur 17. mars kl. 13.00-16.00

Verð                  kr. 33.000,- (kr. 3.300,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 8.250,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ).

Skráning

gata, póstnr. og staður

Veldu það sem við á