Ný skipan barnaverndarmála - 2. mars 2023
2.3.2023

Fjallað verður um þær breytingar sem orðið hafa á skipan barnaverndarmála undanfarin misseri, annars vegar á stjórnsýslu ríkisins með tilkomu  Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála og Barna- og fjölskyldustofu og hins vegar breytingar á stjórnsýslu sveitarfélaga með nýtilkomnum umdæmisráðum barnaverndar og barnaverndarþjónustu sveitarfélaga.

Þá verður fjallað um helstu álitaefni tengd vistunum barna utan heimilis og umgengni kynforeldra við börn í fóstri sem og um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu og áhrif á íslenskan rétt.

10% afsláttur til þeirra sem sækja/sóttu námskeiðið Nýmæli í barnalögum 21. febrúar.

Kennari           Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.

Staður             Fundarsalur Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23, 3. hæð.

Tími                 Alls 4 klst.  Fimmtudagur 2. mars 2023 kl. 9.00-13.00

Verð                   kr. 44.000,- (kr. 4.400,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 11.000,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ).

Skráning:

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á