Öflun matsgerða í héraði og fyrir Landsrétti í einkamálum
29.9.2020

Á námskeiðinu verður fjallað um öflun matsgerða í einkamálum fyrir málshöfðun í héraði, meðan á málshöfðun stendur og á milli dómstiga eftir að héraðsdómur hefur verið kveðinn upp. Fjallað verður almennt um ýmsar tegundir matsgerða, skilyrði fyrir öflun undirmatsgerðar, endurmats og yfirmatsgerðar og hvers kyns matsspurningar eru leyfðar. Þá verður fjallað um sjálfa dómkvaðninguna matsmanna, val á matsmönnum, matsfundi og matsgerðirnar sjálfar. Einnig verður fjallað um hvernig niðurstöðum matsgerða verður helst hnekkt. Reifaðir verða ýmsir dómar um matsgerðir, þ. á m. um heimild til dómkvaðningar matsmanna, ágalla á matsgerðum, og um sönnunargildi matsgerða í samanburði við sönnunargildi annarra sönnunargagna.

 

Kennari   Sigurður Tómas Magnússon, hæstaréttardómari.

Staður    Salur Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23, 3. hæð, 108 Reykjavík.

Tími         Alls 2 klst. þriðjudagur 29. sept. 2020 kl. 16.00-18.00

Verð        kr. 25.000,- . (kr. 2.500,- í afslátt fyrir félaga LMFÍ og LÍ og kr. 7.500,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ.)

Skráning hér:

gata, póstnr. og staður