Peningaþvætti og lögmenn - ný tímasetning
7.12.2021

Hvernig ber lögmönnum í störfum sínum og rekstri að tryggja að farið sé að ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnum hryðjuverka, nr. 140/2018?

Á námskeiðinu verður peningaþvættislöggjöfin kynnt með áherslu á þær skyldur sem hún leggur á herðar lögmanna sem tilkynningarskyldum aðilum. Einnig verður farið yfir hvaða áhrif löggjöfin hefur á daglegan rekstur lögmannsstofa; verkferla og vinnulag bæði varðandi starfsmenn og viðskiptavini. Jafnframt verður farið yfir tilurð núgildandi löggjafar og tengsl við FATF. 

Auk yfirferðar um lögbundnar skyldur verður farið sérstaklega yfir einstaka þætti, s.s. gerð áhættumats, tilgreiningu á ábyrgðaraðila, rannsóknar- og tilkynningarskyldu og gerð áreiðanleikakönnunar. Þá verður jafnframt farið yfir tiltekna þætti er varða eftirlitsskyldur, viðurlög sem og þá váþætti eða hættumerki sem lögmenn ættu að þekkja gagngert til þess vera meðvitaðri um þær hættur  sem felast í því þegar þeirra starfsemi kann að vera misnotuð með tilliti til peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka. 

Kennarar         Kristín Ólafsdóttir lögmaður og Eiríkur Benedikt Ragnarsson lögfræðingur, héraðssaksóknara.

Staður             Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, Reykjavík.  

Tími                 Alls 3,5 klst. Þriðjudagur 7. desember 2021, kl. 13.00-16.30.  

Verð                Kr.  35.000,- (kr. 3.500,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 9.000 í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ)

Skráning

gata, póstnr. og staður

Veldu það sem við á