Peningaþvættisbrot skv. 264. gr. hegningarlaga – 15. mars 2022
15.3.2022

Fjallað verður um hlutræn og hugræn skilyrði peningaþvættisbrots skv. 264. gr. hgl. með hliðsjón af dómaframkvæmd. Meðal annars verður leitast við að greina hvar skilin liggja milli frumbrots og peningaþvættis, ekki síst þegar um er að ræða sjálfsþvætti (sami aðili fremur bæði frumbrot og þvættisbrot). Til að setja efnið í samhengi verður fjallað um sögulegar rætur 264. gr. hgl. og þróun ákvæðisins á undanförnum áratugum, sem einkennist af mikilli rýmkun á verknaðarlýsingu peningaþvættisbrotsins. Vikið verður stuttlega að norrænni réttarþróun til samanburðar. Lögð verður áhersla á hagnýta nálgun á efnið.

Kennari             Friðrik Árni Friðriksson Hirst doktorsnemi við Lagadeild Háskóla Íslands.

Staður               Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                    Alls 2 klst. Þriðjudagur 15. mars 2022  kl. 11.00-13.00.

Verð                  kr. 22.000,- (kr. 2.200,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 5.500,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ).

Skráning

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á