Rekstur mála fyrir áfrýjunardómi – 29. mars 2022
29.3.2022

Námskeiðslína í einkamálaréttarfari

Farið verður yfir helstu reglur og álitaefni sem á reynir í tengslum við málskot í einkamálum, bæði hvað varðar áfrýjanir og kærur. Jafnframt verður fjallað um beiðnir um áfrýjunar- og kæruleyfi til Hæstaréttar, þ.á m. hvaða sjónarmið hafa vegið þyngst á metum í málskotsákvörðunum Hæstaréttar og eru þannig vænlegust til að bera árangur.

Rík áhersla verður jafnframt lögð á sönnunarfærslu fyrir æðri dómi, þ.á m. öflun matsgerða fyrir Landsrétti og hvaða hömlur geta verið á slíkri sönnunarfærslu. Í því sambandi verður meðal annars brugðið ljósi á dómaframkvæmd og ákvarðanir sem Landsréttur hefur tekið undir rekstri einstakra mála. Jafnframt verður fjallað um skýrslutökur fyrir Landsrétti.

Einnig verður fjallað um málflutning fyrir æðri dómi, þ.á m. hvað skilur helst á milli hans og málflutnings á fyrsta dómstigi.

Leitast verður við að nálgast viðfangsefnin frá hagnýtum og fræðilegum sjónarhóli, þ.á m. hvað ber helst að varast.

Námskeiðið er hluti af námskeiðslínu í rekstri einkamála. Þeir sem skrá sig á öll þrjú námskeiðin fá aukalega 10% afslátt.

 

Kennari              Stefán A. Svensson hæstaréttarlögmaður á Juris og lektor við lagadeild HR

Staður                Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.  

Tími                    Alls 4 klst. þriðjudagur 29. mars kl. 13.00-17.00

Verð                    kr. 44.000,- (kr. 4.400,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 11.000,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ).

Skráning

gata, póstnr. og staður

Veldu það sem við á