Rekstur máls fyrir héraðsdómi – 8. og 11. mars 2022
11.3.2022

Námskeiðslína í einkamálaréttarfari

Farið verður yfir helstu þætti og snertifleti við rekstur máls fyrir héraðsdómi, þ.á m. gerð stefnu og greinargerðar, sönnunarfærslu og munnlegan málflutning.

Leitast verður við að nálgast viðfangsefnin bæði frá fræðilegum og hagnýtum sjónarhóli. Sérstök áhersla verður meðal annars á meginreglur einkamálaréttarfars og þýðingu og samspil þeirra á öllum stigum málsmeðferðar. Í því sambandi verður lögð sérstök áhersla á dómaframkvæmd síðustu ára, hvar meginreglurnar skipa æ ríkari sess. Þá er einnig fjallað um ýmis álitaefni sem geta komið upp á öllum stigum máls og hvernig best getur reynst að bregðast við þeim.

Jafnframt verður farið yfir grundvallaratriði í kröfugerð, bæði til sóknar og varnar. Síðast en ekki síst verður fjallað um sönnunarfærslu, þ.á m. öflun sérfræðilegra gagna og skýrslutökur fyrir dómi.

Námskeiðið er ekki eingöngu ætlað þeim sem sinna málflutningi fyrir dómi, heldur líka lögfræðingum og lögmönnum sem fela öðrum lögmönnum málflutningsstörf. Verður meðal annars brugðið ljósi á hvað þarf einkum að hafa í huga í slíku samstarfi þannig að bestu niðurstöðu skili.

Námskeiðið er hluti af námskeiðslínu í rekstri einkamála. Þeir sem skrá sig á öll þrjú námskeiðin fá aukalega 10% afslátt.

 

Kennari             Stefán A. Svensson hæstaréttarlögmaður á Juris og lektor við lagadeild HR

Staður                Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.  

Tími                    Alls 2x3 klst. þriðjudagur 8.mars kl. 13.00-16.00 og föstudagur 11. mars kl. 13:00-16:00. 

Verð                   kr. 56.000,- (kr. 5.600,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 14.000,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ).

Skráning

 

gata, póstnr. og staður

Veldu það sem við á