Réttarheimildir EES-réttar á netinu
25.10.2018

Hagnýtt námskeið þar sem kennd verður leit að réttarheimildum EES-réttar á netinu. Farið verður yfir hvernig finna má frumvörp að lögum, greinargerðir, gildandi löggjöf, dómafordæmi sem og önnur lögskýringargögn til túlkunar á EES-rétti. Þá verður sýnt hvernig fylgja má eftir innleiðingu á tilskipunum og reglugerðum í íslenskan rétt og stuttlega hvernig skoða megi innleiðingu á EES-rétti í öðrum löndum til samanburðar við íslenska innleiðingu. Að lokum verður farið sérstaklega yfir leit í réttarheimildum evrópsks samkeppnisréttar. 

 

Kennari           Hulda Kristín Magnúsdóttir lögfræðingur, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík.

Staður             Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, Reykjavík

Tími                 Alls 3 klst. Fimmtudagur 25. október 2018, kl. 16:00-19:00. 

Verð                kr. 27.000,- 30% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ

Skráning hér:

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina