Réttarreglur um sérstaka sameign – heimildir til nýtingar, ráðstöfunar og slita sameignar – 31. mars 2022
31.3.2022

Fjallað verður um reglur íslensks réttar um sérstaka (óskipta) sameign frá ýmsum sjónarhornum. Meginreglur okkar á þessu sviði eru að mestu ólögfestar en mótaðar í réttarframkvæmd, einkum af dómstólum, en á einstökum sviðum gilda sérstök lög svo sem raunin er t.d. í tilviki fjöleignarhúsa (lög nr. 26/1994).

Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um stofnun sérstakrar sameignar; réttarstöðu sameigenda innbyrðis; ráðstöfunar- og nýtingarheimildir sameigenda; ábyrgð sameigenda og slit sérstakrar sameignar. Þá verður vikið að einstökum sérlagaákvæðum um sérstaka sameign og fjallað um sérstaka sameign í samhengi við almenna sameign og sameignarfélög. Umfjöllun og efnistök taka fyrst og fremst mið af umfangsmikilli dómaframkvæmd á þessu sviði, sem og innlendum og norrænum fræðikenningum.

Námskeiðið er hluti af námskeiðslínu LMFÍ í fasteignarétti og þeir sem sækja námskeiðið Stofnun eignarréttar að fasteignum fyrir traustfang og hefð 10. mars fá 10% afslátt.

Umsjón    Karl Axelsson hæstaréttardómari og prófessor og Víðir Smári Petersen lögmaður og dósent.

Staður     Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími         Alls 3 klst. Fimmtudaginn 31. mars  kl. 13:00-16:00

Verð        33.000,- (kr. 3.300,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 8.250,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ).

Skráning

gata, póstnr. og staður

Veldu það sem við á