Sakamál: Hagsmunagæsla sakborninga – 28. apríl 2022
29.4.2022

Fjallað verður um hlutverk og skyldur verjenda við rannsókn lögreglu og meðferð sakamála fyrir dómi. Hver er staða og hlutverk verjenda við skýrslutökur á rannsóknarstigi og hvað þarf verjandi að hafa í huga á frumstigi máls? Hvaða reglur gilda um málskot verjanda til héraðsdóms á rannsóknarstigi máls og hvernig ber verjendum að bera sig að við fyrirtökur fyrir dómi, s.s. vegna gæsluvarðhaldskröfu? Hvernig ber að standa að kæru til Landsréttar o.s.frv.? Er eitthvað sem þarf að varast í þessu samhengi og þá hvað? Farið verður yfir samskipti verjenda við sakborninga, rannsakendur og dómstóla, sem og meðferð mála fyrir dómi, þ.m.t. á rannsóknarstigi, fjallað um greinargerð verjanda o.fl. 

 

Kennari             Jóhannes Rúnar Jóhannsson héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur

Staður                Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.  

Tími                    Alls 3 klst. Fimmtudagur 28. apríl kl. 13.00-16.00

Verð                   kr. 33.000,- (kr. 3.300,- í afslátt fyrir þá sem starfa hjá félögum í LMFÍ og LÍ en kr. 8.250,- í afslátt fyrir þá sem starfa hjá félögum í félagsdeild LMFÍ).

Skráning

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á