Sálfræðingar í forsjármálum
5.2.2019

Á þessu námskeiði verður farið yfir aðkomu sálfræðinga að forsjármálum með sérstaka áherslu á notkun sálfræðilegra prófa. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:Hvernig nálgast sálfræðingar möt í forsjármálum?

-          Hvernig nálgast sálfræðingar möt í forsjármálum?

-          Staðfestingarvilla og önnur hugtök úr sálfræði. Hvað ber að varast?

-          Hvaða sálfræðilegu próf er rétt að nota og hver er staða þeirra á Íslandi?

-          Hvernig eiga lögmenn að lesa út úr prófunum í forsjármálum?

-          Hverjir eru helstu styrkleikar notkun þeirra í þessu samhengi og hverjir helstu annmarkar?

-          Er hægt að ákvarða forsjárhæfni út frá sálfræðilegum prófum einum og sér?

 

Kennarar       Rúnar Helgi Andrason og Guðrún Oddsdóttir sálfræðingar

Staður            Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, Reykjavík.

Tími               Þriðjudagur 5. febrúar kl. 16:00-19:00.

Verð               kr. 27.000,- 30% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ.

Skráning fer fram hér

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina