Samfélagsmiðlar og lögmenn: Facebook, Twitter, Instagram, Snapchat … ath ný tímasetning
10.2.2021

Með tilkomu samfélagsmiðla hófst upplýsingabylting sem ekki sér fyrir endann á. Á námskeiði um samfélagsmiðla og lögmenn verður annars vegar farið yfir hvernig hægt er að miðla skilaboðum á áhrifaríkan hátt á samfélagmiðlum og hins vegar hvað lögmenn þurfi að hafa sérstaklega í huga við notkun þeirra.

Í fyrri hluta verður farið yfir hvernig hægt er að ná mestum árangri í að deila efni á samfélagsmiðlum, hvers konar skilaboð eru líklegust til árangurs og hvað ber að varast. Hvers vegna ætti maður að vera á þessum miðlum með rekstur sinn eða fyrirtæki? Einnig verður farið yfir samfélagsmiðlastefnur og nauðsyn þess að sett sé skýr og greinargóð stefna áður en haldið er af stað. Þá verður fjallað um stöðu og hlutdeild einstaka samfélagsmiðla á Íslandi, áhrif þeirra á fjölmiðlaumhverfi og aðra þætti samfélagsins.

Í lokin verður sjónum beint sérstaklega að því hvernig lögmenn verða að nota samfélagsmiðla á ábyrgan hátt með tilliti til siðareglna.

Kennarar   Kolbeinn Marteinsson framkvæmdastjóri hjá ráðgjafafyrirtækinu Athygli sem hefur sérhæft sig í stafrænni miðlun á samfélagsmiðlum og Áslaug Árnadóttir lögmaður hjá Landslögum.

Staður     Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími         Alls 3 klst. Miðvikudagur 10. febrúar kl. 16.00-19.00  

Verð        kr. 30.000,- (kr. 3.000,- í afslátt fyrir félaga LMFÍ og LÍ og kr. 9.000,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ.)

gata, póstnr. og staður