Samningatækni
14.9.2021

Fjallað verður um hvernig lögmenn geta nýtt niðurstöður hagnýtra rannsókna í samningatækni til að ná hagstæðri niðurstöðu í samningaviðræðum, vinna úr deilumálum og skapa traust. Þátttakendur takast á við hagnýtar æfingar í samningatækni sem snerta þær grundvallaráskoranir sem samningamenn standa frammi fyrir og framvinda og niðurstaða viðræðnanna eru sett í samhengi við hugtök og verkfæri samningatækninnar.

Leiðbeinandi  Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari og lektor í Háskólanum í Reykjavík.

Staður           Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                Alls 6 klst (2x3). þriðjudagur 14. sept. og fimmtudagur 16. Sept.  kl. 13.00-16.00.

 Verð               Kr. 52.000.-  (kr. 5.200,- í afslátt fyrir félaga í LMFÍ og LÍ og kr. 13.000 í afslátt fyrír aðild að félagsdeild LMFÍ)

Bókin Samningatækni eftir Aðastein Leifsson fylgir með námskeiðinu. Námskeiðsgjöld renna til Bergsins, stuðningssetur fyrir ungt fólk. Ekki er boðið upp á námskeiðið í fjarfundi. 

Skráning:

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á