Skaðabótaábyrgð hins opinbera 5. og 7. apríl 2022
7.4.2022

Skaðabótaábyrgð hins opinbera (stjórnvalda ríkis, sveitarfélaga og stofnana þeirra) er viðfangsefni sem telst til eins af sérsviðum skaðabótaréttar. Getur slík bótaábyrgð komið til álita við eins fjölbreyttar aðstæður og endranær. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu sérsviði hér á landi sem varpa ljósi á stöðu skaðabótaábyrgðar hins opinbera að gildandi rétti. Helsta athugunarefnið þar sem skaðabótaábyrgð hins opinbera á í hlut lýtur að því hvort almennum reglum skaðabótaréttar verði þá beitt afbrigðalaust.

 Á námskeiðinu verður fjallað almennt um skaðabótaábyrgð hins opinbera og sjónum síðan beint að gildandi rétti á tilteknum undirsviðum hennar, þ.e. skaðabótaábyrgð hins opinbera vegna brota gegn EES-rétti, vegna brota gegn skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttar, vegna brota gegn mannréttindaákvæðum samkvæmt landsrétti og þjóðarétti, svo og skaðabótaábyrgð hins opinbera vegna eftirlits- og þjónustustarfsemi.

Kennari             Valgerður Sólnes dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

Staður               Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                    Alls 2x2 klst. Þriðjudagur 5. Apríl og fimmtudagur 7. apríl 2022  kl. 11.00-13.00.

Verð                  kr. 44.000,- (kr. 4.400,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 11.000,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ).

Skráning

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á