Skaðabótareglur í kaupalögum - hraðnámskeið
25.9.2018

Fjallað verður um skaðabótareglur í lögum á sviði kauparéttar, þ.e. lögum um lausafjárkaup nr. 50/2000, fasteignakaup nr. 50/2002 og neytendakaup nr. 48/2003. Fjallað verður um grundvöll skaðabótaábyrgðar, hlutlæga ábyrgð, stjórnendaábyrgð og sakarábyrgð og hvernig réttur til bóta vegna mismunandi tjóns, beins tjóns og óbeins tjóns, tengist bótagrundvellinum. Sérstaklega verður fjallað um skiptinguna í beint og óbeint tjón og hvernig reglum um þetta hefur verið beitt í dómaframkvæmd. Til samanburðar verður einnig vikið í stuttu máli að öðrum úrræðum, tengdum skaðabótareglum laganna, svo sem reglum um rétt til úrbóta á galla og um skyldu til þess að bæta úr galla og hvaða réttaráhrif það hefur að sinna ekki slíkum skyldum.

Kennari          Viðar Már Matthíasson hæstaréttardómari

Staður            Neskirkja.

Tími                Þriðjudagur 25. september kl. 15.30 -18.30.

Verð                27.000,- 30% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ.

Skráning hér:

gata, póstnr. og staður


Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina