Slysatryggingar – 15. og 16. apríl í Reykjavík
15.4.2021
Fjallað verður um bæði skyldubundnar og frjálsar slysatryggingar. Fyrst verður fjallað um sameiginleg einkenni slysatrygginga, þar með talið hugtök sem hafa sérstaka merkingu í þeim öllum, en að því búnu vikið að einstökum tegundum slysatrygginga. Meðal annars verður fjallað um lögmæltar slysatryggingar ökumanns samkvæmt lögum nr. 30/2019 um ökutækjatryggingar og sérstöðu þeirra, kjarasamningsbundnar slysatryggingar sjómanna, kjarasamningsbundnar slysatryggingar annarra launþega, slysatryggingar ríkisstarfsmanna samkvæmt reglum nr. 30/1990 og 31/1990. Þá verður fjallað um frjálsar slysatryggingar, einkum þær sem eru í flestum tegundum heimilis- og fjölskyldutrygginga.
Í lokin verður fjallað stuttlega um tengsl slysatrygginga við skaðabótareglur og almennt um áhrif þeirra á uppgjör.
Athugið að takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið og ekki er boðið upp á það í fjarfundi.
Kennari Viðar Már Matthíasson fyrrverandi hæstaréttardómari
Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.
Tími Alls 6 klst. (2x3). Fimmtudagur 15. apríl kl. 13.00-16.00 og föstudagur 16. apríl kl. 13.00-16:00.
Verð kr. 49.000,- (kr. 4.900 í afslátt fyrir félaga í LMFÍ og LÍ og kr. 14.700,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ.)
Skráning