Sönnunarfærsla fyrir Landsrétti, með áherslu á meginreglur einkamálaréttarfars
1.11.2018

Nú þegar rekstur einkamála fyrir Landsrétti er hafinn af fullum þunga er viðbúið að reyni á ýmis álitaefni varðandi málsmeðferð fyrir Landsrétti, sér í lagi tengslum við sönnunarfærslu. Geta þar togast á ólík sjónarmið, þ.á m. hvort og að hvaða marki meginreglur einkamálaréttarfars kunna að setja sönnunarfærslu fyrir Landsrétti skorður, þ.m.t. í kærumálum (t.d. á sviði fullnustu- og skiptaréttar). Á námskeiðinu verður leitast við að draga fram ýmis álitaefni sem hafa og geta risið í þessu samhengi, svo sem í tengslum við skýrslutökur af vitnum, öflun matsgerða og framlagningu annarra skjallegra sönnunargagna. Þá verður fjallað um hvaða leiðsögn megi eftir atvikum draga af dómum Hæstaréttar ásamt þeirri takmörkuðu réttarframkvæmd Landsréttar sem liggur fyrir. Námskeiðið lýtur fyrst og fremst að framangreindum atriðum sem geta verið matskennd eftir eðli sínu, en ekki formbundnari þáttum meðferðar áfrýjunarmáls, svo sem útgáfu áfrýjunarstefnu og ritun greinargerða. Námskeiðið tekur ekki til reksturs sakamála.

Kennarar:   Sigurður Tómas Magnússon dómari við Landsrétt og Stefán A. Svensson lögmaður hjá Juris.

Staður:  Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími:     3 klst. Fimmtudagur 1. nóvember 2018 kl.16:00-19:00

Verð      Kr. 32.000,- 30% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ.

Skráning

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina