Starfsábyrgðartryggingar lögmanna
21.3.2019

Á námskeiðinu verður fjallað um skaðabótaábyrgð lögmanna og þær reglur skaðabótaréttarins sem helst reynir á í tengslum við ábyrgð lögmanna. Þá verður fjallað um starfsábyrgðartryggingar lögmanna, þær reglur sem um tryggingarnar gilda og dóma æðri dómstiga þar sem reynt hefur á ábyrgð lögmanna. Einnig verður fjallað um þau mál sem helst rata inn á borð vátryggingarfélaganna í tengslum við starfsábyrgðartryggingar lögmanna.

Kennarar:        Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og Björk Viðarsdóttir lögmaður og framkvæmdastjóri tjónaþjónustu TM.

Staður            Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                Alls 2,5 klst. Fimmtudagur. 21. mars kl. 16- 18:30

Verð                25.000, 30% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ.

Skráning

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina