Stofnun eignarréttar að fasteignum fyrir traustfang og hefð – 10. mars 2022
10.3.2022

Fjallað verður um stofnun eignarréttar að fasteignum fyrir traustfang og hefð. Í tilviki traustfangsreglna um fasteignir eru þær reglur fyrst og fremst lögfestar, sbr. 1. mgr. 29. gr. þinglýsingarlaga, en á ýmsum öðrum sviðum traustfangs eru þær ólögfestar og mótaðar í dómaframkvæmd. Gerð verður nánari grein fyrir grundvelli og þróun réttarins á þessu sviði. Lögin um hefð nr. 46/1905 voru mikil tímamóta löggjöf og hafa haft verulega þýðingu fyrir mótun réttarumhverfis á þeirri rúmu öld sem þau hafa gilt.

Á námskeiðinu verða knappar en efnismiklar reglur laganna skýrðar með hliðsjón af ríkulegri dómaframkvæmd Hæstaréttar. Fjallað verður um tilbrigði hefðar, eignarréttindi sem byggð verða á hefð, huglæg og hlutlæg skilyrði hefðar, þ.m.t. hefðartíma, kröfuna um óslitið eignarnám, o.fl. Þá verður í þessu samhengi vikið að réttmætum væntingum og þýðingu þeirra að íslenskum rétti með hliðsjón af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu.

Námskeiðið er hluti af námskeiðslínu LMFÍ í fasteignarétti og þeir þátttakendur sem sækja einnig námskeiðið Réttarreglur um sérstaka sameign – heimildir til nýtingar, ráðstöfunar og slita sameignar 31. mars fá 10% aukaafslátt af námskeiðinu.

Umsjón   Karl Axelsson hæstaréttardómari og prófessor og Víðir Smári Petersen lögmaður og dósent.

Staður     Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími         Alls 3 klst. Fimmtudagur 10.  mars  kl. 13:00-16:00

Verð         kr. 33.000,- (kr. 3.300,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 8.250,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ).

Skráning

gata, póstnr. og staður

Veldu það sem við á