Úrlausn ágreiningsmála fyrir gerðardómi
30.4.2019

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu meginreglur á sviði gerðardómsréttar og mismunandi tegundir gerðarmeðferðar. Þá verður farið yfir atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar kemur að samningsgerð og með hvaða hætti og að hverju skuli gætt þegar mælt er fyrir um úrlausn ágreinings fyrir gerðardómi í samningum.

Eftir námskeiðið ættu þátttakendur að:

  • Þekkja muninn á mismunandi tegundum gerðarmeðferðar.
  • Vita hvað beri að hafa í huga þegar kemur að því að ákveða hvaða tegund gerðarmeðferðar skuli velja og þekkja til reglna helstu gerðardómsstofnana.
  • Hafa þekkingu á þeim atriðum sem hafa ber í huga og hvað beri að varast við gerð gerðarsamninga.

Kennari:  Garðar Víðir Gunnarsson

Staður:   Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími:       Alls 3 klst. Þriðjudagur 30. apríl kl. 16- 19

Verð:       27.000 kr.,  30% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ.

Skráning

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina