Veiðiréttur: Bæði fugl og fiskur 29. okt
29.10.2020

Fjallað verður um rétt til veiða á fugli og fiski á eignarlöndum og í þjóðlendum. Annars vegar mun yfirferðin beinast að löggjöf um veiði og nytjar ferskvatnsfiska þar sem lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði verða í forgrunni. Vikið verður að nýlegum dómum á þessu réttarsviði, m.a. um svonefnt aðskilnaðarbann sem nú má finna í 9. gr. núgildandi laga. Þá verður einnig vikið að öðrum þýðingarmiklum atriðum, eins og t.d. skylduaðild að veiðifélögum og fyrirkomulagi þeirra. Hins vegar verður sjónum beint að reglum um veiði og nytjar fugla og spendýra en á því sviði rísa t.d. iðulega álitaefni í aðdraganda rjúpnaveiðitíma, sem hefst 1. nóvember, um það hvar heimilt sé að stunda veiðar.   

Námskeiðið er hluti af námskeiðslínu í eignarétti 

Umsjón   Karl Axelsson hæstaréttardómari og dósent og Víðir Smári Petersen lögmaður og lektor.  

Staður     Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. 

Tími         Alls 3 klst. Fimmtudagur 29. október kl. 16:00-19:00 

Mismunandi verð er á námskeiðslínu í eignarétti eftir því hversu mörg eru sótt: 

  • Eitt námskeið: Kr. 33.000,- (kr. 3.300,- í afslátt fyrir félaga LMFÍ og LÍ og kr. 8.300,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ) 
  • Tvö námskeið: Kr. 63.000,- (kr. 6.300,- í afslátt fyrir félaga LMFÍ og LÍ og kr. 15.750,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ) 
  • Þrjú námskeiðKr. 90.000,- (kr. 9.000,- í afslátt fyrir félaga í LMFÍ og LÍ og kr. 22.500,- í afslátt fyrir aðild  félagsdeild LMFÍ) 

Skráning hér:
gata, póstnr. og staður