Framundan

Árangursrík samskipti við fjölmiðla

Námskeið sem fjallar um að eiga góð samskipti við fjölmiðla og koma fram í fjölmiðlum af fagmennsku og öryggi. Farið verður yfir hvaða kröfur á að gera til fjölmiðla fyrir viðtöl, svo sem varðandi undirbúning, og hvaða kröfur viðmælandi á að gera til sín svo hann nýti tækifærið til að koma sjónarmiðum á framfæri sem best - komist að kjarna málsins í stuttu og hnitmiðuðu máli.

Nánari upplýsingar og skráning

Lögmenn sem lögráðamenn - hádegisnámskeið

Á þessu námskeiði verður fjallað um hlutverk lögráðamanna, ábyrgð þeirra og skyldur. Hvað fellur undir starf þeirra og hvers er vænst af þeim? Einnig verður fjallað um samskipti  við skjólstæðinga, ættingja og yfirlögráðanda.

Nánari upplýsingar og skráning

Vitna- og aðilaskýrslur fyrir dómi

Tilgangur þessa þríhliða námskeiðs er að bæta árangur og/eða hæfni lögmanna til skýrslutöku. Fjallað verður um hvaða gildrur lögmenn falla í við skýrslutöku, hvað og hvernig eigi að spyrja vitni eða aðila máls og áreiðanleika framburðar.  Kennarar á námskeiðinu munu fjalla um einkamál sem og opinber mál út frá sjónarhóli lögmanna og dómara.

Nánari upplýsingar og skráning

Starfsábyrgðartryggingar lögmanna

Á námskeiðinu verður fjallað um skaðabótaábyrgð lögmanna og þær reglur skaðabótaréttarins sem helst reynir á í tengslum við ábyrgð lögmanna. Þá verður fjallað um starfsábyrgðartryggingar lögmanna, þær reglur sem um tryggingarnar gilda og dóma æðri dómstiga þar sem reynt hefur á ábyrgð lögmanna. Einnig verður fjallað um þau mál sem helst rata inn á borð vátryggingarfélaganna í tengslum við starfsábyrgðartryggingar lögmanna.

Nánari upplýsingar og skráning

Úrlausn ágreiningsmála fyrir gerðardómi

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu meginreglur á sviði gerðardómsréttar og mismunandi tegundir gerðarmeðferðar. Þá verður farið yfir atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar kemur að samningsgerð og með hvaða hætti og að hverju skuli gætt þegar mælt er fyrir um úrlausn ágreinings fyrir gerðardómi í samningum.

Nánari upplýsingar og skráning

Persónuverndarlöggjöf – ár liðið frá gildistöku

Vegna mikillar aðsóknar er áfram boðið upp á námskeið um persónuverndarlöggjöfina. Í vor verður ár liðið frá gildistöku persónuverndarreglugerðarinnar og á námskeiðinu verður áherslan á að fara yfir framkvæmdina á þessu fyrsta ári. Farið verður yfir hvað hefur einkum reynt á í starfi persónuverndarfulltrúa og annarra sem koma að þessum málaflokki. Þá verður auk þess farið yfir ákvarðarnir persónuverndaryfirvalda, bæði hér á landi sem og annars staðar innan Evrópu. Í persónuverndarregluverkinu er lögð áhersla á samrýmda beitingu innan Evrópu og því er áhugavert að fylgjast vel með framkvæmdinni í Evrópu.

Nánari upplýsingar og skráning

Persónuvernd - Hvernig eiga lögmenn að uppfylla skyldur laga nr. 90/2018 í rekstri og störfum sínum?

Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig lögmönnum ber að tryggja eftirfylgni við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga í rekstri og störfum sínum. Einkum verður farið yfir ýmis praktísk álitaefni sem snúa sérstaklega að rekstri lögmannsstofa, s.s. þegar lögmannsstofa er rekin af einum lögmanni, í félagi margra lögmanna ellegar undir sameiginlegri regnhlíf. Meðal annars verður farið yfir hvernig lögmenn geta útfært vinnsluskrár, hvort á þeim hvíli skylda að hafa sérstakan persónuverndarfulltrúa og hvaða skyldur hvíla á lögmönnum varðandi upplýsingar til skráðra einstaklinga. Þá verður farið sérstaklega yfir þær leiðbeiningar sem LMFÍ lét útbúa fyrir lögmenn í kjölfar gildistöku laga nr. 90/2018. 

Nánari upplýsingar og skráning