Framundan

Úrlausn ágreiningsmála fyrir gerðardómi

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu meginreglur á sviði gerðardómsréttar og mismunandi tegundir gerðarmeðferðar. Þá verður farið yfir atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar kemur að samningsgerð og með hvaða hætti og að hverju skuli gætt þegar mælt er fyrir um úrlausn ágreinings fyrir gerðardómi í samningum.

Nánari upplýsingar og skráning

Persónuverndarlöggjöf – ár liðið frá gildistöku

Vegna mikillar aðsóknar er áfram boðið upp á námskeið um persónuverndarlöggjöfina. Í vor verður ár liðið frá gildistöku persónuverndarreglugerðarinnar og á námskeiðinu verður áherslan á að fara yfir framkvæmdina á þessu fyrsta ári. Farið verður yfir hvað hefur einkum reynt á í starfi persónuverndarfulltrúa og annarra sem koma að þessum málaflokki. Þá verður auk þess farið yfir ákvarðarnir persónuverndaryfirvalda, bæði hér á landi sem og annars staðar innan Evrópu. Í persónuverndarregluverkinu er lögð áhersla á samrýmda beitingu innan Evrópu og því er áhugavert að fylgjast vel með framkvæmdinni í Evrópu.

Nánari upplýsingar og skráning

Persónuvernd - Hvernig eiga lögmenn að uppfylla skyldur laga nr. 90/2018 í rekstri og störfum sínum?

Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig lögmönnum ber að tryggja eftirfylgni við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga í rekstri og störfum sínum. Einkum verður farið yfir ýmis praktísk álitaefni sem snúa sérstaklega að rekstri lögmannsstofa, s.s. þegar lögmannsstofa er rekin af einum lögmanni, í félagi margra lögmanna ellegar undir sameiginlegri regnhlíf. Meðal annars verður farið yfir hvernig lögmenn geta útfært vinnsluskrár, hvort á þeim hvíli skylda að hafa sérstakan persónuverndarfulltrúa og hvaða skyldur hvíla á lögmönnum varðandi upplýsingar til skráðra einstaklinga. Þá verður farið sérstaklega yfir þær leiðbeiningar sem LMFÍ lét útbúa fyrir lögmenn í kjölfar gildistöku laga nr. 90/2018. 

Nánari upplýsingar og skráning