Árangursrík samskipti við fjölmiðla
Námskeið sem fjallar um að eiga góð samskipti við fjölmiðla og koma fram í fjölmiðlum af fagmennsku og öryggi. Farið verður yfir hvaða kröfur á að gera til fjölmiðla fyrir viðtöl, svo sem varðandi undirbúning, og hvaða kröfur viðmælandi á að gera til sín svo hann nýti tækifærið til að koma sjónarmiðum á framfæri sem best - komist að kjarna málsins í stuttu og hnitmiðuðu máli.