Námsferð til Namibíu 1. -10. desember 2018

Nánari upplýsingar og skráning:

1. dagur – Laugardagur 1. desember

 Flug frá Íslandi með Icleandair til Frankfurt kl. 7.30. koma kl. 12.00 - Flug frá Frankfurt kl. 20.10 til Windhoek með Air Namibia, koma kl. 6.30. næsta dag.

2. dagur – Sunnudagur 2. desember

Komið að morgni til Namibíu. Skoðunarferð um borgina og komið á AVANI Windhoek Hotel & Casino um kl. 14.00.  

3. dagur – Mánudagur 3. desember

Windhoek - fagleg dagskrá.

4. dagur – Þriðjudagur 4. desember

Windhoek - fagleg dagskrá, farið til Swakopmund seinni partinn og gist þar í tvær nætur á Strand Hotel Swakopmund.

5. dagur – Miðvikudagur 5.desember

Dvalið í Swakopmund. Þátttakendur geta valið á milli ferða á eigin kostnað, allt eftir áhugasviði. T.d. er boðið upp á þriggja klst. siglingu frá Walvis Bay innan um fjölskrúðugt fuglalíf, höfrunga og seli. Þá er hægt að fara um vegleysur Namib eyðimerkurinnar á jeppum eða fjórhjólum, til Skeleton Coast og margt fleira.  

6. dagur – Fimmtudagur 6. desember

Lagt verður af stað snemma morguns  yfir Brandberg fjallgarðinn en þar er hæsta fjall Namibíu 2.573 metrar á hæð. Fyrsti áfangastaðurinn er Twyfelfontein en þar eru að minnsta kosti 2500 ævafornar hellaristur, einar þær mestu í Afríku, sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. Að því búnu verða „Organ pipes“ skoðaðar en þær eru klettamyndanir svipaðar stuðlabergi en svo verður haldið í „Living Museum of the Damara“ þar sem við fáum innsýn í menningu og líf Damarafólksins. Á leiðinni á Twyfelfontein Country Lodge verður „the Petrified Forest“ skoðaður en það eru steingevingar trjáa sem urðu fyrir flóði fyrir 200 milljónum ára. Kvöldverður á hóteli er innifalinn í verði.

7. dagur – Föstudagur 7. desember

Ekið verður í gegnum „Otavi triangel“ til Waterberg og endað í Mount Etjo Safari Lodge fyrir næstu tvær nætur, þar sem hægt er að skoða í návígi fíla, svarta og hvíta nashyrninga, flóðhesta svo fátt eitt sé nefnt. Kvöldverður á hóteli er innifalinn í verði.

8. dagur – Laugardagur 8. desember

Þátttakendur geta farið í safariferðir um garðinn, séð steingert fótspor risaeðlu, horft á þegar ljónum og blettatígrum er gefið eða hvílt sig fyrir heimferð. Kvöldverður á hóteli er innifalinn í verði.

9. dagur – Sunnudagur 9. desember

Farið verður um hádegisbil til Windhoek og deginum eytt þar til mæta þarf á flugvöllinn. Flug frá Windhoek kl. 21.50 til Frankfurt með Air Namibia, koma kl. 7.15. næsta dag.

10. dagur: Mánudagur 10. desember

Komið til Frankfurt kl. 7.15 að morgni. Flogið heim með Icelandair kl. 13.25 og lent á landinu bláa kl. 15.50.

Skráning stendur yfir til 30. maí og 100.000 króna staðfestingargjald greiðist fyrir 18. júní. 

Verð

kr. 500.000,- m.v. tveggja manna herbergi.

kr. 530.000,- m.v. eins manns herbergi.

Innifalið í ferð er flug og gisting, morgunverður, rútuferðir, enskumælandi leiðsögn og  kvöldverður þar sem það er tekið fram í dagskrá.

Skráning

gata, póstnr. og staður