Fréttir 07 2018

 

Auglýst eftir starfsmanni í 50% stöðu

Lögmannafélag Íslands, auglýsir eftir starfsmanni í 50% stöðu. Starfið felst m.a. í umsjón með endurmenntunarmálum lögmanna, bókasafni félagsins, viðhaldi upplýsinga á heimasíðu félagsins og öðrum samfélagsmiðlum, auk vinnu við útgáfu- og félagsmál. Leitað er að háskólamenntuðum einstaklingi með reynslu á sviði fræðslu-, upplýsinga-og félagsmála. Góð tölvuþekking skilyrði.

Um er að ræða áhugavert starf fyrir metnaðarfullan og hugmyndaríkan einstakling. Umsóknum ber að skila á skrifstofu Lögmannafélags Íslands að Álftamýri 9, fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 18. júlí n.k.

Nánari upplýsingar veitir Ingimar Ingason, framkvæmdarstjóri LMFÍ, í síma 568 5620