Ályktun stjórnar Lögmannafélagsins í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu

Ályktun stjórnar Lögmannafélags Íslands í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli nr. 26374/18:

„Stjórn Lögmannafélags Íslands beinir því til stjórnvalda að leysa úr þeirri réttar­óvissu sem leitt hefur af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli nr. 26374/18. Jafnframt að ákvörðun um málskot til yfirdeildar mannréttindadómstólsins verði ekki tekin nema að undangengnu ítarlegu faglegu mati. Komi til málskots telur stjórn Lögmannafélagsins mikilvægt að samhliða verði gripið til annarra ráðstaf­ana sem miði að því að tryggja skilvirkni Landsréttar sem framast er kostur.“