Fréttir 06 2019

 

Sumaropnun á skrifstofu Hæstaréttar: Opið er frá kl. 09.00 til 12.00

Frá 24. júní til og með 30. ágúst verður skrifstofa Hæstaréttar opin frá kl. 09.00 til 12.00.

Lögmannablaðið er komið út

Lögmannablaðið, 2. tbl. 2019 er komið út.  Fjallað er um "Landsréttarmálið", eftirlitsheimildir lögmannafélaga, fjárvörslureikninga og ábyrgðina sem þeim fylgir, áframhaldandi fækkun í lögmannastétt, aðalfund LMFÍ og sáttamiðlun sem raunhæfan kost við lausn ágreinings. Þá er fjallað um velheppnaðan Lagadag og áhugaverðar málstofur hans.