Lögmannablaðið verður rafrænt frá næstu áramótum

Stjórn Lögmannafélags Íslands og ritstjórn Lögmannablaðsins hafa ákveðið að frá og með næstu áramótum verði megin reglan sú að Lögmannablaðið sé rafrænt. Eftir sem áður geta félagsmenn óskað eftir að fá prentað eintak í hendur, án auka kostnaðar, og eins verður blaðið sent á stofnanir og lögmannsstofur sem þess óska. Er þetta gert til þess að minnka pappírsnotkun og nútímavæða blaðið enda hafa margir félagsmenn nú þegar afþakkað blað í prentuðu formi.

Hægt er að sækja um að fá prentað eintak áfram hér